*Færslan hefur verið uppfærð neðst
Það eru fjölmargar spurningar sem vakna vegna öryggisgalla sem kom upp á dögunum hjá örgjörva framleiðendum sem kallast Meltdown og Spectre. Í þessum tilfellum liggur veikleikinn og vandamálið sjálft í hönnun örgjörva og svo stýrikerfa.
Margir framleiðendur eru þegar búnir að gefa út uppfærslur en þó ekki allir og þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með áfram, bæði á netþjónum og að sjálfsögðu PC vélum einnig.
Ekki verður farið ítarlega í vandamálið hér enda margir fréttamiðlar og aðrir búnir að vera að fjalla um vandamálið í nokkurn tíma.
Vandamálið þarf að lagfæra á mörgum vígstöðum og sumt af því þarf að gerast í réttri röð og til að tryggja öryggi þarf að uppfæra bæði stýrikerfi og vélbúnað (e. firmware). Origo hefur unnið að uppfærslum frá fyrsta degi og sú reynsla var notuð í að að koma með eftirfaradi ráðleggingar hvernig sé best að haga röð uppfærsla.
Athugið að stýrikerfisuppfærslurnar (Windows) fara ekki rétt inn ef að þær eru settar inn áður en vírusvörn er uppfærð í studda útgáfu. Einnig er þekkt að Windows geti komið með „bluescreen“ og bilanir komið fram ef að uppfærslan er neydd inn í stýrikerfið áður en vírusvörnin styður hana.
Origo vill benda á að þó að vissulega sé um að ræða alvarlegan veikleika sem getur haft slæmar afleiðingar í för með sér þá er samt ekki til staðfest tilfelli í heiminum um innbrot sem nýtir sér viðkomandi veikleika né sé til þekkt leið til að framkvæma hann í raun kerfum. Það gæti þó vissulega breyst.
Öll dæmi um framkvæmd þessara veikleika og staðfesting tilvist þeirra voru framkvæmdir í lokuðum umhverfum.
Við viljum samt ítreka fyrir öllum að sýna varkárni og gæta þess að uppfæra tölvubúnað sinn um leið og þess gefst kostur og fylgja leiðbeiningum framleiðenda.
*Microsoft hefur tímabundið stoppað dreyfingu á Windows 10 uppfærslum í tölvur með ákveðna AMD örgjörva þar sem að galli hefur komið upp sem að veldur að tölvur með viðkomandi AMD örgjörvum ræsa sig ekki eðlilega eftir uppfærslu.