BloggHvaða störf leggjast af?
author image
Snæbjörn Ingi Ingólfsson31/8/2018

Hvaða störf munu leggjast af og hvaða störf verða til í allra nánustu framtíð? Þessum áleitnu spurningum mun Snæbjörn Ingi Ingólfsson sérfræðingur hjá Origo velta upp í erindi sem nefnist „Hverjir missa vinnuna“ á afmælisráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands (Ský) þann 5. september.

IoT hafi áhrif á 80% starfa

Erindi Snæbjarnar fjallar um sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu í fyrirtækjum. Hann segir að með tilkomu Internet of Things (Netið alstaðar) séu fyrirtæki í auknum mæli farin að horfa til aukinnar sjálfvirkni og sú þróun sé nú þegar farin að hafa áhrif á afgreiðslustörf hvers konar. „Rannsóknir sýna að Internet of Things muni hafa áhrif á 80% starfa í heiminum; annað hvort munu þau taka breytingum eða leggjast af.“

Enn það verða líka til ný störf

Helstu breytingar séu í afgreiðslu. Hann bendir þó á að fjölmörg ný störf eigi eftir að verða til á meðan önnur glatast. „Fullt af störfum sem voru til fyrir 50-100 árum eru ekki til í dag. "Þá eru fjölmörg störf til staðar í dag sem voru ekki til fyrir 5 árum. Hvaða störf eiga eftir að verða til í framtíðinni?“

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000