BloggGríðarlegar framfarir í máltækni
author image
Soffía Kristín Þórðardóttir8/3/2019

Ég starfa við hönnun og þróun á lausnum fyrir ferðaþjónustuna og er því mjög spennt fyrir tækninýjungum
sem tengjast ferðalögum og ferðaupplifun. Ég hef trú á því að fyrirtæki í ferðaþjónustu muni horfa til þess
að nýta sér sjálfvirknivæðingu verkefna og ferla eins og kostur er, ekki aðeins til að draga úr launakostnaði
heldur hreinlega til að auka afköst og geta veitt hraðari og betri þjónustu.

Stafrænir aðstoðarmenn komnir á kreik

Gríðarlegar framfarir eru að verða í máltækni og skemmtilegir hlutir að gerast á því sviði sem rjúfa
tungumálamúra og gera okkur kleift að tala við tölvur og tæki. Það styttist í að þetta verði hægt á íslensku
líka. Við eigum þar af leiðandi eftir að sjá stafræna aðstoðarmenn á borð við Google Assistant og Siri þróast
enn frekar og fleiri raddstýrðar lausnir koma á markað.

Snjalltæknin að festast í sessi

Snjallgreiðslur í gegnum hina nýju tækni IoT (Internet of Things) eiga eftir að ná enn meiri fótfestu og
greiðslumiðlun gæti tekið hröðum breytingum á komandi árum. Snjalltæknin verður áfram allsráðandi,  
og þá ekki bara snjallsímar heldur líka sítengd tæki sem verða nokkurs konar framlenging á okkur sjálfum,
hvort sem um er að ræða heimilistæki eða sítengda lífsstílstækni á borð við blóðsykursmæla.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000