BloggFyrirtæki komin að þolmörkum?
author image
Arnar S. Gunnarsson8/3/2019
TODO

Persónuvernd, öryggi og sjálfvirkni er það þrennt sem að mínu mati mun einkenna árið 2019. Við megum búast við að sjá fyrstu merki þess að fyrirtæki vilji draga úr notkun sinni á skýjaþjónustu. Ég tel að sú þróun muni hefjast strax í ársbyrjun. Með tilkomu GDPR og annarra opinberra krafna er verið að leggja þær kvaðir á fyrirtæki að áreiðanleikakanna og taka út skýjaveitur sínar þar sem innbrotum í þær hefur fjölgað svo mikið að fyrirtæki eru komin að þolmörkum.

Samfélagsmiðlar mikilvægari en friðhelgi einkalífs?

Jafnframt þessu hafa mál þróast með óæskilegum hætti hjá einstaklingum. Virði samfélagsmiðla er
að verða svo mikið að eftir nokkur ár verður fólki farið að standa á sama þótt einhver brjótist inn og leki persónulegum gögnum, þar sem viðkomandi samfélagsmiðill verður orðinn hverjum og einum mikilvægari en friðhelgi einkalífsins.

Ekki ár gervigreindar

Að öðru leyti má búast við að þróun verði að mestu eins og á árinu 2018 á sviði vinnuþjarka, sjálfvirkni og vélræns náms (e. machine learning). Á hinn bóginn lendir gervigreind því miður í aftursætinu og lítið á eftir að fréttast af slíkum verkefnum á þessu ári. Að mínu mati er helsta ástæðan fyrir þessu of miklar væntingar fyrirtækja um allar þær lausnir sem hefðu átt að spretta af gervigreind á árinu 2018, og telja má víst að enn séu 2-3 ár þangað til verkefni af því tagi verða almenn.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000