BloggSjálfvirkni er lykilorð ársins
author image
Guðlaugur Garðar Eyþórsson8/3/2019

Aukin sjálfvirknivæðing og meiri tölvuöryggis- og persónuverndarvitund hjá almenningi er meðal þess sem trúlega mun setja svip sinn á árið 2019. Búast má við vexti í sjálfvirknivæðingu á breiðum vettvangi, bæði á heimilum og í fyrirtækjum. Á heimilum verður gervigreind nýtt í snjalllausnum á borð við ryksuguvélmenni og úrvalið af stafrænum aðstoðarmönnum (e. virtual assistants) á borð við Google Assistant og Amazon Alexa á eftir að aukast. Slíkur búnaður verður enn öflugri á þessu ári og sífellt algengari á heimilum landsmanna.

Fyrirtækjum munu bjóðast auknir möguleikar á sjálfvirkni með skýjaþjónustu, t.d. hjá stærstu þjónustuaðilum á því sviði, og það ætti að stuðla að auðveldari og betri þróun og rekstri hugbúnaðarkerfa.

Aukið tölvuöryggi

Þær miklu umræður sem urðu um netöryggi á liðnu ári, bæði á alþjóðavísu og hér heima, meðal annars vegna svikapósta, ásamt gildistöku laga um aukna persónuvernd bæði í Evrópu og á Íslandi, munu væntanlega stuðla að aukinni vitund um þessi mál meðal Íslendinga. Vonandi verður þetta heitt umræðuefni á árinu þannig að stuðla megi að bættu tölvuöryggi fyrirtækja og einstaklinga.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000