BloggAukin sjálfsafgreiðsla í verslunum
author image
Snæbjörn Ingi Ingólfsson8/3/2019

Á þessu ári er margt spennandi framundan í upplýsingatækni. Við munum sjá aukna sjálfvirknivæðingu, m.a. sjálfsafgreiðslu á öllum sviðum. Það styttist í að verslanir verði án starfsfólks og spurningin er aðeins hvenær þær líta dagsins ljós. Greiðslur með símum munu aukast og þess er ekki langt að bíða að greiðslukort og reiðufé hætti að vera til. Mikill vöxtur verður í sjálfvirkni bak við tjöldin.

20 milljarðar tengdra tækja

Á þessu ári verða líklega komnir í notkun 20 milljarðar tengdra tækja. 5G fer á flug á árinu og fyrirtæki munu hefja uppsetningu á 5G-kerfum, kannski ekki á Íslandi en örugglega erlendis. Við sjáum þá líklega fyrstu 5G-símana koma á markað. Þessi þróun býður upp á meiri hraða gagnaflutnings og hágæða sjónvarpsefni sem verður streymt hnökralaust.

Gervigreind verður enn meira áberandi á þessu ári og jafnframt öflugri. Gervigreindarlausnir koma við sögu á mörgum sviðum, m.a. margar lausnir sem fáir gera sér grein fyrir að byggist á slíkri tækni. Á bílamarkaði má búast við sprengingu í útbreiðslu rafmagnsbíla.

Vandræðaár fyrir samfélagsmiðla

Ég tel að þetta verði vandræðaár samfélagsmiðla. Almenningur fær nóg af Facebook og ýmsum öðrum samfélagsmiðlum og Snapchat lendir í miklum vanda. Persónuvernd er sífellt að aukast og mikið er lagt upp úr því að varast brot á reglum sem um hana gilda.

Árið gæti hreinlega markað upphaf endaloka snjallsímanna. Sala þeirra er farin að dragast saman, örgjörvaframleiðsla er í vanda og það hægist á þróun. Hér hafa aðrir þættir einnig áhrif, m.a. þörfin á orkusparnaði.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000