BloggMá bjóða þér gervigreind til sölu?
author image
Anton M. Egilsson4/4/2019

Fjármálafyrirtæki um allan heim horfa í auknum mæli til gervigreindar til þess að hagræða í sínum rekstri og auka um leið sjálfvirkni. Það var megin inntakið á viðburði Origo og Fjártækniklasans um gervigreind og sjálfvirknivæðingu.

Hvað eru fyrirtæki að bjóða í formi gervigreindar?

Það má segja að framtíðin sé farin að banka upp á dyrnar hjá okkur allhressilega því störf sem voru áður innt af hendi hjá sérhæfðu starfsfólki fjármálafyrirtækja eru nú unnin með gervigreind. Mannshöndin kemur minna við sögu en áður.

Við hjá Origo eru vel meðvituð um þessa þróun og vinnum þétt með tveimur af mest leiðandi fyrirtækjum í gervigreind í heiminum í dag; H2O og IBM. Þessi fyrirtæki hafa nú þegar þróað afar aðgengilegar lausnir á þessu sviði. Um er að ræða skýjaþjónustu sem hægt er að tengja sig við eða koma fyrir í núverandi tækniumhverfi viðskiptavina. Við ætlum meðal annars að bjóða reikniafl sem er unnið í innviðum fyrirtækisins ef gögnin eru þess eðlis að ekki megi beita gervigreind á þau utan landsteinanna.

Eru Íslendingar að fylgja þróuninni?

Það sem einnig hefur breyst á undraskjótum hraða er að landamæri í tækniheiminum eru að verða óskýrari en áður. Við sjáum að erlend fjártæknifyrirtæki geta boðið þjónustu sína um heim allan og áður en við vitum af munu þau knýja dyra hjá íslenskum fyrirtækjum. Við Íslendingar þurfum heldur betur að bretta upp ermar ef við ætlum að fylgja þróuninni, hvað þá að verða leiðandi á þessu sviði.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000