BloggFullt hús af fuglaljósmyndurum
author image
Halldór Jón Garðarsson15/4/2019
TODO

Um 130 manns mættu á viðburðinn Fuglaljósmyndun í máli og myndum sem Canon og Fuglavernd stóðu fyrir þann 9. apríl sl.

Ólafur Karl Nielsen, formaður Fuglaverndar, opnaði viðburðinn og sagði frá grunnstoðum fuglaverndar og hvernig verk fuglaljósmyndara geta lagt sitt af mörkum við fuglavernd. Ljósmyndararnir Bjarni Sæmundsson, Björgvin Sigurbergsson og Yann Kolbeinsson sýndu svo úrval af skemmtilegum myndum af fuglum og sögðu sögurnar á bakvið þær.

Þetta er sjötta árið í röð þar sem við hjá Origo, í samstarfi við Fuglavernd, stöndum fyrir Canon myndasýningarkvöldi. Þessi kvöld hafa verið mjög vinsæl og gaman að sjá hversu öflugir íslenskir fuglaljósmyndarar eru.

Nýjasta nýtt frá Canon

Fyrir fyrirlestrana og í hléi gafst gestum einstakt tækifæri á að skoða og prófa Canon ljósmyndabúnað af öllum stærðum og gerðum. Þar nutu langar aðdráttarlinsur, sem eru notaðar í fuglaljósmyndun, mikilla vinsælda, og voru gestir sérstaklega spenntir fyrir Canon EF 400/2.8L IS III USM sem er léttasta 400mm f/2.8 linsa í heimi. Þá voru margir spenntir fyrir Canon EOS R, sem er spegillaus full-frame myndavél, sem er mögnuð í t.d. landslags-, stúdíó- og götuljósmyndun.

Næst á dagskrá: Friðlandið í Flóa

Við hjá Canon og Origo stöndum fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári en næsti viðburður er Friðlandið í Flóa, laugardaginn 4. maí, og er aftur í samstarfi við Fuglavernd. Þá ætlum við að vera í Friðlandinu í Flóa þar sem Canon notendum gefst kostur á að prófa mikið úrval af Canon ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður. Þeir Jóhann Óli Hilmarsson og Alex Máni, sem báðir gjörþekkja Friðlandið í Flóa, verða þátttakendum innan handar og leiðbeina um helstu staði og umgengni um svæðið og starfsmenn frá Origo aðstoða með Canon búnað.

Á þessum árstíma er fuglalífið í Friðlandinu í sínu fínasta pússi. Lómarnir fljúga um gólandi eða slást um varpstaði á tjörnunum, jaðarkanar, lóuþrælar, hrossagaukar og þúfutittlingar iðka söngflug sitt af krafti og ef við erum heppin, sýna fyrstu óðinshanar vorsins sig.

Viðburðurinn er aðeins fyrir Canon notendur og er mikilvægt að fólk komi með sinn eigin búnað.

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig þar sem aðeins eru 30 sæti í boði.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000