BloggGæðin munu sigra í 4K
author image
Sævar Ólafsson17/4/2019

4K tæknin er búin að taka yfir í öllum nýjustu snjallsjónvörpum frá Sony og X-Motion Clarity tæknin gefur enn betri og skarpari myndgæði en áður. Í verslun Origo er að finna mikið úrval af mögnuðum hljómtækjum frá Sony og Bose sem eru merki í fremstu röð.

Við erum með alla línuna í sjónvörpum frá Sony sem eru afar fallega hönnuð og með mikil gæði. Þau bjóða upp á fullkomin stuðning m.a. við Netflix og Youtube. Við erum með núverandi línu í sjönvörpum frá Sony sem hefur verið afar vinsæl og er á tilboði hjá okkur núna. Ný kynslóð Sony sjónvarpstækja er síðan væntanleg til okkar í verslunina.

Gæðin munu alltaf sigra

Sony er með OLED og LED snjallsjónvarpstæki. OLED tækin frá Sony eru sérstök að því leytinu til að hátalarnir eru innbyggðir í skjáinn þannig að hljóðið berst í gegnum hann. Þetta býður upp á betra hljóð og meiri upplifun. Ef einhver er t.d. að tala hægra megin á skjánum þá berst hljóð þeim megin frá á tækinu.

Í nýju 2019 línunni er búið að færa þessa tækni yfr í LED tækin líka. Flest Sony sjónvörpin sem eru í sölu eru með Android stýrikerfi frá Google.

Rolls Royce hljóðkerfanna

Í hljómtækjunum séu hljóðstangir mjög vinælar eða svokallað soundbar. Fólk er að tengja bassaboxin við þau. Við erum með hljóðstangir sem eru með Dolby Atmos hljóðtækni sem býður upp úr gríðarlega góð hljómgæði. Neflix er m.a. að bjóða upp á efni með Dolby Atmos. Við erum með þrjár tegundir af hljóðstöngum frá Sony sem bjóða upp á þetta nýja kerfi. Allar hljóðastangir eru með innbyggt Google Chrome Cast og Google Assistant. Hljóðstangirnar eru vel hannaðar, taka ekki mikið pláss og lúkka vel fyrir framan sjónvarpstækin.

Við erum einnig með hljómtæki frá Bose, sem eru fremstir í sinni röð hvað varðar hljómgæði og hafa fengið ótal verðlaun fyrir sína tækni. Við erum með þrjár tegundir hljóðstanga frá Bose og einnig 5,1 hljómkerfi Livestyle 650 frá Bose sem er eins og Rolls Royce í heimabíóum og hljómkerfum í dag.

Það er upplifun að versla hjá Origo

Við leggjum mikla áherslu á að upplifunin í verslun Origo sé fyrsta flokks, hvort sem það er í gegnum um netverslun eða í versluninni í Borgartúni. Við viljum að fólk geti komið inn í verslunina í Borgartúni og prófað og upplifað sjónvörp og hljómtæki við bestu aðstæður. Við erum með til dæmis með magnað Bose herbergi þar sem fólk getur prófað og upplifað Bose gæði. Það er skemmtilegt að geta boðið upp á svona upplifun og við finnum það á viðskiptavinum að þeir eru ánægðir með þetta. Við ætlum að einblína á þetta í framtíðinni og bjóða upp á upplifun því það er það sem fólkið vill.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000