BloggFrábær ferð í Friðlandið í Flóa
author image
Halldór Jón Garðarsson6/5/2019

Canon, Fuglavernd og Origo stóðu fyrir skemmtilegum viðburði í Friðlandinu í Flóa sl. laugardag þar sem Canon notendum gafst kostur á að prófa mikið úrval af Canon ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur, við náttúrulegar aðstæður. Þetta er í fyrsta sinn sem við höfum verið með svona viðburð og tel ég líklegra en ekki að við endurtökum leikinn, hvort sem er í Friðlandinu eða annars staðar. Aðeins 30 sæti voru í boði og var fullbókað á viðburðinn mjög fljótt eftir að skráning hófst.

Á Íslandi eru nokkuð margir öflugir fuglaljósmyndarar og á laugardaginn mætti einnig fólk sem var að taka sín fyrstu skref í fuglaljósmyndun – langaði að prófa og nýtti þennan dag til þess sem er frábært. Sumir voru jafnframt skoða ákveðnar linsur, allt frá Canon EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM og upp í Canon EF 800mm f/5.6L IS USM og allt þar á milli eða jafnvel ákveðnar myndavélar. Við vorum alla vega með nóg af búnaði frá Canon Professional Service sem nýttist vel!

Við þökkum þeim sem mættu innilega fyrir komuna.

Næst er það Canon óvissuferðin sem er dagsferð og það er uppselt í þá ferð. Við hjá Origo erum afar spennt fyrir þeim degi – það er frábært að fá að fara með 35 manns í ljósmynda-óvissuferð.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000