BloggGagnlegar Google lausnir fyrir ferðaþjónustu
author image
Soffía Kristín Þórðardóttir11/5/2019
TODO

Topp Google lausnir sem fyrirtæki í ferðaþjónustu ættu ekki að láta fram hjá sér fara. 

1. G-Suite og Streak

Google svítan er mjög góður kostur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að halda utan um samskipti í tölvupósti, viðburði, dagatöl og fundi, myndir og markaðsefni og margt fleira. Hvort sem verið er að vinna markaðsáætlunina eða búa til glærur fyrir næstu sölukynningu þá hentar verkfærin í G-Suit frábærlega því með þeim getur fólk unnið saman hraðar og snjallar í lifandi skjölum í rauntíma.

Streak er einfalt CRM kerfi sem samþættist mjög vel við Gmail og Inbox. Í Streak er hægt að halda utan um samskipti við birgja eða söluaðila, setja upp sölupípur og ferli fyrir markaðssetningu og sölu og fylgjast með viðbrögðum viðtakanda t.d. hvort og hversu oft pósturinn hefur verið opnaður eða áframsendur.

2. Google Photos

Google Photos hentar vel sem myndabanki fyrirtækisins áður en myndir eru unnar frekar til notkunar í markaðsefni og kynningum. Streymdu myndum og myndböndum sjálfkrafa beint úr síma starfsmanna upp í Google skýið og láttu Google Photos um að geyma afrit af öllum myndum.

Google Photos býr yfir gríðarlegra öflugri leitarvél sem getur fundið myndir út frá myndefni án þess að skrá þurfi lýsingu á myndinni sérstaklega. Hvort sem leitað er að fossum, fjöllum, bátum, bílum eða fólki þá getur Google fundið myndirnar út frá leitarorðum, andlitum og staðsetningarhnitum. 

3. Google Meet 

Google Meet er frábær leið til að halda sölufundi með erlendum samstarfsaðilum eða starfsmönnum á ferðinni. Það þarf ekkert að bóka eða skrá fyrirfram bara fara á https://meet.google.com og hefja fundinn. 

4. Google My Business

Google My Business er gangagrunnur Google yfir fyrirtæki og þjónustuaðila sem birtast í Google Search og á Gooble Maps. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa stjórn á skráningu sinni í grunninum til að tryggja að skráningin sé rétt. Það fæst með því að gera tilkall til eignarinnar og sanna eignarhaldið og fæst þá staðfest skráning í grunninn.

Með staðfestri skráningu geta fyrirtæki bætt skor sitt í lókal leitarniðurstöðum á Google Search og aukið líkurnar á því að fyrirtækið birtist með staðarmerki í Google Maps. Notendur eru mun líklegri til að taka eftir staðfestinum skráningum á Google en óstaðfestum.

Í boði eru bæði app og stjórnborð á vefsíðu til að stýra skráningu fyrirtækisins. Þar er hægt tryggja rétta skráningu á upplýsingum um fyrirtækið t.d. opnunartíma, búa til einfalda vefsíðu fyrir fyrirtækið og pósta reglulegum færslum um vörur og þjónustu til að auka sýnileika og traust. Í gegnum samstarfsaðila Google og bókunarþjónustur er hægt að bjóða upp á bókanir beint af lendingarsíðu fyrirtækisins á Google.  

5. Google Places API

Uppglýsingar sem skráðar eru í Google My Business eru aðgengilegar í gegnum vefþjónustu Google sem kallast Google Places. Mörg tæknifyrirtæki nýta þessa vefþjónustu til að fá aðgang að upplýsingum um fyrirtæki og þjónustu til að birta í sínum eigin lausnum. Til að eiga möguleika á að birtast í snjallforritum annarra ferðaþjónustufyrirtæka er mikilvægt að tryggja að upplýsingar um þitt fyrirtæki séu rétt skráðar hjá Google. 

6. Google Trips

Google býður upp á frítt snjallforrit sem kallast Google Trips.  Google Trips safnar upplýsingum úr Gmail og Inbox og býr til ferðaáætlun út frá ferðagögnum í tölvupóstum fólks. Google finnur t.d. bókunarstaðfestingar frá flugfélögum, hótelum og bílaleigum og safnar þeim saman í appinu. Í appinu er auk þess hægt að nálgast  upplýsingar um veitingstaði, áhugaverða afþreyingu og staði til að heimsækja ásamt tillögum að dagsferðum. Þessar upplýsingar setur Google saman út frá efni í Google Places gagnagrunninum og keyptum auglýsingum. 

Ferðaþjónustufyrirtæki geta komið sér á framfæri í appinu með því að nota "Schema Markup" í staðfestingarpóstum, sem sendir eru frá bókunarkerfi, til að auðvelda Google að finna upplýsingar svo hægt sé að birta þær í appinu. 

7. Schema Markup og Annotations fyrir Gmail

Ef tölvupóstur er forritaður með s.k. Schema Markup getur Google dregið fram mikilvægar upplýsingar í póstinum og leyft aðgerðir með einum smelli beint inni í tölvupóstinum. 

Til eru sérstakir staðlar fyrir bókanir á borð við flugmiða, hótelgistingu, bókun á bílaleigubíl, veitingastöðum og viðburðum. Agerðirnar geta t.d. verið að staðfesta breytingar á bókunum eða leyfa notanda að gefa umsögn (e. review) beint úr tölvupóstinum. Þetta getur hjálpað til við að fá fleiri umsagnir og auðveldað viðskiptavinum ferðafyrirtækja lífið. 

Svokallaðar Annotations í tölvupóstum stýra birtingu mynda, afsláttarkóða, afsláttarog gildistíma beint í yfirlitinu í innhólfi notenda og auka þannig sýnileika upplýsinga og virði tölvupóstsins til muna. 

8. Sérþróun með Google Cloud Platform

Ef maður ætlar fyrir alvöru að nýta sér snjallar lausnir frá Google þá mæli ég með því að fólk kynni sér þær skýjaþjónustur sem eru í boði í  Google Cloud Platform. Þar er að finna allt sem þarf til að smíða og reka lausnir í tölvuskýi - allt frá veflausnum, yfir í öpp, spjallmenni eða stafræna aðstoðarmenn sem nýta tilbúnar snjallþjónustur í tölvuskýji Google.

Origo er viðurkenndur samstarfsaðili Google Could Platform og hjá okkur starfa vottaðir sérfræðingar á sviði skýjaþjónusta Google. Möguleikarnir í þróun lausna í Google Cloud Platform eru óþrjótandi en það væri fulllangt að gera því góð skil hér og bíður því betri tíma. Ferðalausnir Origo hafa notað skýjaþjónustur Google við þróun á lausnum fyrir ferðaþjónustu með mjög góðum árangri. Dæmi um slíkar lausnir eru t.d. Caren Driver Guide leiðsögu- og flotayfirlitskerfi með lifandi staðsetningum ferðamanna í self-drive ferðum og Tour Guide Translator snjallforrit fyrir sjálfvirkar þýðingar á ferðaleiðsögn leiðsögumanna í hópferðum. 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000