BloggÁskoranir á vinnumarkaði
author image
Gísli Þorsteinsson16/5/2019

Notendaráðstefna Kjarna, mannauðs- og launalausnar, var haldin í fjórða sinn þann 8. maí sl. á Grand Hótel, en Kjarni kom einmitt á markað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Þetta er árlegur viðburður hjá Origo þar sem viðskiptavinir Kjarna koma saman, hlusta á erindi og skiptast á skoðunum.

Þetta árið var boðið upp á fjögur erindi. Það fyrsta var frá Árnýju Elíasdóttur, hjá Attentus, sem bar yfirskriftina Bylting í fræðslu og þjálfun? Þar fór hún yfir áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir með ólíkum kynslóðum á vinnumarkaði og hvernig rafræn fræðsla m.a. getur aðstoðað okkur við að mæta þeim áskorunum. Annað erindið var frá Brynjari Má Brynjólfssyni, hjá mannauðssviði Origo, þar sem hann sýndi hvað þau hjá mannauðssviði hafa verið að gera í tengslum við birtingu á mannauðs- og launaupplýsingum úr Kjarna í Power BI. Lydía Ósk Ómarsdóttir og Kristinn Haraldsson, hjá Intellecta, voru næst í röðinni og fóru þau yfir kjarakönnun Intellecta og þær breytingar sem þau hafa verið að gera á henni undanfarin misseri. En kjarakönnun Intellecta er einmitt hægt að taka á einfaldan hátt út úr Kjarna. Í lokin var svo farið yfir það sem er framundan í Kjarna og sýnt lítillega inn í nýja virkni sem er væntanleg á þessu ári.

„Það hefur bæst þétt í viðskiptavinahópinn á þessum rúmum fjórum árum sem Kjarni hefur verið á markaði og eru viðskiptavinir í Kjarna nú orðnir 42. Þetta árið var þéttsetið og klárt að panta þarf stærri sal á næsta ári. Við hjá mannauðs- og launalausnum hlökkum alltaf til þessa dags þar sem þetta er góður vettvangur til þess að hitta viðskiptavinina okkar og eiga góðan dag saman." segir Halla Árnadóttir, forstöðumaður mannauðs- og launalausna.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000