BloggUpplýsum framtíðina
author image
Eva Demireva16/5/2019
TODO

Við hjá Origo vitum hversu mikilvægt það er að fræða ungu kynslóðina um upplýsingatækni. Í ár höfum við lagt aukna áherslu að fræða ungt fólk. Við stöndum fyrir skólakynningum í samstarfi við öll skólastigin auk þess sem sérfræðingar okkar hafa farið í skólana og kynnt tækni og tæknitengd störf. Markmiðið er eitt: að auka þekkingu og vitund ungs fólks á tækni og kynna tækifærin sem felast í því að fara í upplýsingatækninám. Við vitum að framtíðin er upplýsingatækni og við viljum leggja okkar af mörkum til að efla áhuga ungu kynslóðarinnar á þeim spennandi tækifærum sem liggja innan upplýsingatækninnar.

Origo og GERT

GERT - Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Markmið GERT er að auka áhuga grunnskólanemenda á raunvísindum og tækni. Í vetur tók Origo á móti fjórum grunnskólahópum á vegum þessa verkefnis. Í þessum heimsóknum kynnum við hvað Origo stendur fyrir og gefum nemendunum góða innsýn inn í flotta vinnustaðinn okkar og hversu fjölbreytt störf eru í boði í tæknigeiranum.

Starfamessur

Margir framhaldsskólar halda svokallaðar starfamessur og bjóða fyrirtækjum og menntastofnunum í hús til að kynna fjölbreytt starfs- og menntunarframboð fyrir nemendur. Origo hefur tekið þátt í tveimur slíkum starfamessum og þar að auki höfum við verið með kynningar á starfseminni í framhaldsskólum. Við teljum ekki síður mikilvægt að hitta nemendur á framhaldsskólastiginu þar sem þau eru í þann mund að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði og máta sig við hin og þessi störf.

Góð tengsl við háskólasamfélagið

Origo hefur verið með bás á Framadögum í Háskólanum í Reykjavík og það er gaman að segja frá því að sl. ár hafa nokkrir starfsmenn verið ráðnir til Origo í kjölfar Framadaga. Það er mikilvægt fyrir upplýsingatæknifyrirtæki eins og Origo að vera sýnilegt og kynna okkar fjölbreytta starfsframboð.

Við höfum einnig verið eftirsóknarverður kostur þegar kemur að vísindaferðum háskólanna. Í ár höfum við boðið tveimur stærstu nemendafélögum tölvu- og hugbúnaðarverkfræðinema í heimsókn. Við komum oft að lokaverkefnum hjá háskólanemendum og samstarfið hjálpar okkur að uppgötva frambærilegt fólk með frumlegar hugmyndir.

Með því að vera í samstarfi við skólana, s.s. Vefskólann og HR, hefur Origo veitt nemendum stuðning, skapað vinnurými og stuðlað að mikilvægri vöruþróun sem oft hefur endað sem lausn hjá fyrirtækinu síðar meir.

Fleiri konur í upplýsingatækni

Origo hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að hvatningu kvenna til að starfa og stunda nám í upplýsingatækni. Origo er öflugur bakhjarl VERTOnet sem eru hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni og hefur lagt sitt á vogarskálarnar til að efla veg kvenna í greininni. Á þessu ári höfum við staðið fyrir tveimur viðburðum í tengslum við VERTOnet samstarfið. Þetta er einn liður í því að laða fleiri konur inn í þennan geira en konur hafa alltaf verið í talsverðum minnihluta innan upplýsingatækninnar.

Verkefnið „Stelpur og tækni" er okkur einnig mjög hugleikið en þar fáum við dýrmætt og skemmtilegt tækifæri til að kynna störf innan tæknigeirans fyrir stelpur í 9. bekk með það að markmiði að vekja áhuga þeirra á greininni.

Framtíðin er upplýsingatækni

Fjórða iðnbyltingin mun hafa áhrif á allt samfélagið og allar spár benda til þess að tæknistörfum muni fjölga verulega á næstu árum. Það er á okkar ábyrgð að kynna fyrir ungu kynslóðinni hversu spennandi störf eru í boði í tæknigeiranum og beina þeim í átt að þeim spennandi tækifærum sem felast í upplýsingatækni.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000