BloggNýr heimur hjá Canon er spegillaus!
author image
Óskar Páll Elfarsson8/7/2019

Nýlega tók ég stærsta stökk sem ég hef tekið varðandi eign á ljósmyndabúnaði. Myndavélin sem ég kunni svo vel við fór á sölu ásamt meðfylgjandi linsum og viðtók stökk í djúpu laugina. Ég fjárfesti í nýja spegillausa „fullframe“ kerfinu hjá Canon. Ég hikaði fyrst, skipti um skoðun reglulega og efaðist svo daginn eftir kaupin hvað ég hefði eiginlega verið að gera.

En hægt og rólega sannfærðist ég um hvað þetta væri rétt ákvörðun fyrir mig. Þegar ég brá mér svo í ljósmyndaferð með Canon í vor sannfærðist ég algjörlega. Þessi ferð var góður prófsteinn á þessa vél, kosti hennar og galla.

Hraðskreið vatnatæki
Dagurinn byrjaði á því að mynda hraðskreið vatnatæki með löngum linsum. Fyrirfram vissi ég að íþróttaljósmyndun ætti að vera einn af vanköntum þessarar vélar og var undirbúinn fyrir vandræði. Þegar ég fylgdi þessum tryllitækjum eftir með 600 mm linsu og „auto“ fókus varð ég frekar hissa. Þetta var hreinlega ekkert vandamál. Fókuskerfið var hraðvirkt og virkaði vel, fjöldi ramma á sekúndu var mikið meira en nóg fyrir það sem ég var að gera og vélin réð frekar vel við aðstæður.

Síminn frábær tenging við vélina
Ég setti vélina ofan í tösku og áfram hélt rútan. Á þessum tímapunkti mundi ég eftir þeim eiginleika vélarinnar að geta nálgast myndir á henni í gegnum síma. Þrátt fyrir að vélin væri ofaní tösku og slökkt á henni. Þannig ég fór og vann eina eða tvær myndir í símanum og setti inn á Instagram á meðan við keyrðum á næsta stað. Þetta er mjög skemmtilegt dund í svona ferð og gerir ferðina svo lifandi. Ég nota þennan eiginleika mikið meira en ég bjóst við upphaflega og vinn reglulega myndir af lífinu á þennan hátt til þess að deila jafn óðum á samfélagsmiðla.

Tilt og shift linsan gerði kraftaverk
Næsta viðfangsefni var landslag og hjólreiðahópur sem átti leið hjá í einhverri hjólakeppni. Fólk stóð í röð til að krækja sér í langar hvítar linsur til þess að mynda hjólin. Þegar slíkt gerist þá vaknar innra með mér uppreisnarseggur sem vill alltaf brjóta reglur ljósmyndaheimsins. Þegar ég sá alla ná sér í íþróttalinsu til að mynda íþróttaviðburð þá hugsaði ég með mér, hver er erfiðasti búnaðurinn til að mynda slíkan viðburð. Ég gekk því til verks, vopnaður Canon EOS R ásamt 135 mm „tilt/shift“ linsu með „manual“ fókus. Ég hef litla sem enga reynslu af slíkum linsum og hef átt erfitt með að nota þær með góðum árangri. Þessi frábæra vél bauð mér þá upp á eiginleika sem gjörbreytti því hvernig maður getur unnið með „manual“ fókus. Með því að lita allt myndefni sem er í fókus gat ég leikið mér með „tilt og shift“ möguleika linsunnar og myndavélin sýndi mér skýrt og greinilega hvernig ég snéri og færði til fókus planið. Ég stóð gapandi í hálftíma að mynda með þessari linsu í heimi sem ég hefði ekki kynnst áður. Ég fór beint að leita mér að „manual“ fókus linsu til að eignast, því loksins fannst mér ég geta notað þær með ágætis vissu um að hafa allt skýrt sem ætti að vera skýrt.

Svona gekk síðan dagurinn, fjölbreyttur og skemmtilegur og alltaf réði vélin við þær aðstæður sem ég setti hana í. Hún veit hvar augu fólks eru og setur fókusinn á augað, jafnvel á allra stærstu ljósopum. Hún er hröð, þægileg, nett og fer vel í hendi, jafnvel eftir að vera þar allan daginn. Það er hægt að stilla takka og hjól að hvaða þörfum sem er og því hægt að sérsníða vélina eins og mann listir.

Ég kom heim að kvöldi, sáttur eftir góða ferð. Magnaðir ljósmyndastaðir, ótrúlega skemmtilegt fólk og síðast en ekki síst, þá var ekki lengur eitt korn að efa um að þarna væri ég kominn með það myndavélakerfi sem hentaði mér hvað best í dag.

Skoðaðu úrvalin í netverslun Origo

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000