Öll umræða um skammtatölvur er eins og stökk inn í heim vísindaskáldskapar og ekki að ástæðulausu. Við erum á þröskuldi tölvutækni sem storkar rökvísinni.Frumkvöðlar í skammatækni keppast nú við að þróa og hleypa af stokkunum raunhæfri skammtatölvu sem myndi fást á almennum markaði. Með slíkum tölvum myndi nást vinnslugeta sem þarf til að leysa vandamál sem í dag reynast hefðbundnum tölvum erfið viðureignar—í það minnsta innan tímaramma sem er raunhæfur.
Hver eru skammtabitar?
Hefðbundnar tölvur vinna með einn og núll til að reikna sig í gegnum aðgerðir, en skammtatölvur nota skammtabita (e. quantum bits eða qubits). Skammtatölvur nota einn og núll rétt eins og hefðbundnar tölvur en skammtabitar geta táknað þriðja ástand sem kallast „samsett ástand“ (e. “superposition”) sem gerir þeim kleift að tákna einn eða núll samtímis.
Í stað þess að greina einn eða núll hvert á eftir öðru gerir samsett ástand tveimur skammtabitum kleift að tákna fjórar útfærslur samtímis. Þannig styttist verulega sá tími sem tekur að vinna úr gagnasafni. Á hverjum degi búum við til mikið magn af gögnum.
Til þess að vinna almennilega úr þeim öllum til að ná merkingu úr þeim þurfum við mun meiri vinnslugetu. Þar koma skammtatölvur til sögunnar og bjarga málunum.
15 atriði sem þú vilt vita um skammtatölvur og -tækni
Kapphlaupið er hafið.