BloggFramtíðin í ljósmyndun og vídeó er í höndum Canon með fimm EISA verðlaunum
author image
Halldór Jón Garðarsson24/9/2019

Canon hlaut á dögunum fimm EISA verðlaun þar sem Canon EOS RP var valin Best Buy Full-Frame Camera 2019-2020, Canon RF 50mm F 1.2L USM var valin Standard Prime Lens 2019-2020, Canon RF 24-105mm F 4L IS USM var valin Standard Zoom Lens 2019-2020, Canon RF 28-70mm F 2L USM var valin Lens Innovation 2019-2020 og Canon EF 600mm f/4L IS III USM var valin Super-Telephoto Prime Lens 2019-2020.

Það er óhætt að segja að frá því að Canon kynnti EOS R kerfið í september 2018 þá hefur Canon endurskilgreint mörkin í ljósmyndun og hönnun á myndavélum og linsum til að efla tökumöguleika fyrir áhuga- og atvinnuljósmyndara sem endurspeglast í þessum verðlaunum.

Í áratugi hefur Canon þróað mikilvægustu hlutina fyrir ljósmyndabúnað með því að nota innanhús rannsóknar- og þróunarvinnu. Þessi sérfræðiþekking og reynsla ásamt því að hlusta á viðskiptavini þá má segja að EOS R kerfið taki það besta úr hinum upphaflega EOS heimi. Hinn stutti bakfókus RF linsukerfisins og stórt 54mm þvermál hefur svo veitt verkfræðingum Canon aukið frelsi til að búa til nýja kynslóð af glerjum.

Það eru virkilega spennandi tímar hjá Canon þar sem fyrirtækið mun halda áfram að fjárfesta í hinum magnaða EOS heimi með úrval af myndavélum sem  og RF og EF linsum. Canon mun því halda áfram að setja ný viðmið í myndgæðum og optískum afköstum til að uppfylla kröfur viðskiptavina.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000