BloggÉg hreinlega varð ástfanginn af Canon EOS R
author image
Víðir Björnsson16/10/2019

Í vor ákvað ég að taka stökkið yfir í spegillausa Canon. Ég festi kaup á Canon EOS R eftir að hafa lesið mig mikið til um vélina. Í fyrstu var þetta skrýtið og ég efaðist um hvort ég hefði tekið rétta ákvörðun. Eftir að hafa selt gömlu vélina (80D) og einblína alfarið á EOS R þá var ég ekki lengi að skipta um skoðun. Þessi vél uppfyllir allar mínar kröfur. Þrátt fyrir nýtt linsu mount þá nota ég ennþá allar ,,gömlu” Canon linsurnar því með vélinni fylgir breytistykki. Ég fjárfesti þó í nýju 24-105mm R linsunni og þvílíkur munur.

Ég hreinlega varð ástfanginn. Það virkar allt svo miklu hraðar en ég er vanur hvort sem ég er að skjóta video eða myndir.

Fyrsta sem náði athygli minni var þessi nýi control hringur fremst á linsunni. Þú getur látið hringinn t.d. breyta ljósopinu, tökuhraðanum eða ISO eftir hvað hentar þér best. Ég stillti hringinn minn á ISO og það hefur komið sér vel. Að geta breytt ISO stillingunum hratt án þess að þurfa að líta af vélinni finnst mér vera algjör snilld. Þessi eiginleiki losar líka hægri höndina á þér þannig þú ert alltaf tilbúinn að byrja upptöku eða smella af mynd hvenær sem er.

Það sem greip einnig athygli mína og flýtir mikið fyrir var touchbar takki sem kallast multi function bar. Þarna er kominn annar auka möguleiki á að breyta nánast hverju sem er í vélinni. Eftir að hafa fiktað mikið í þessum slider endaði ég á að hafa hann stilltan á mic input volume. Þarna get ég breytt styrknum á míkrafóninum hratt og örugglega þegar ég er að taka upp viðtöl eða samskonar vídeó með hljóði. Ég vinn mikið með bæði myndir og vídeó á sama tíma og hafa þessir takkar auðveldað mér lífið og ég er fljótari að vinna.

Önnur nýjung sem ég var ekki vanur er electronic viewfinder. Þegar þú horfir í viewfinderinn þá sérðu allt live nákvæmlega eins og það er. Þú sérð í raun loka útkomuna af myndinni áður en þú smellir henni af. Dæmi: ef myndin er undir- eða yfirlýst sérðu það í viewfindernum og getur lagað það án þess að taka augun af vélinni. Þessi eiginleiki hefur einnig hentað mér einstaklega vel þegar ég er skjóta vídeó í mjög björtum aðstæðum. Í staðinn fyrir að horfa á skjáinn get ég séð vídeóið í viewfindernum og stillt það þar eins og ég vil hafa það.  Í fyrstu var þetta nýjung sem ég átti erfitt með að venjast en í dag get ég ekki hugsað mér að fara til baka.

Í fyrstu var þetta nýjung sem ég átti erfitt með að venjast en í dag get ég ekki hugsað mér að fara til baka.

Fókuskerfið er mesta stökkið að mínu mati. Ég mynda mjög mikið af jaðarsporti og þarf því oft að vera mjög snöggur að fókusa. Ég gæti skrifað heila grein um hvað fókuskerfið í þessari vél er mikil snilld en við skulum láta nokkra punkta nægja. Skaut t.d. motorcross keppni í sumar á Kirkjubæjarklaustri. Það getur verið erfitt að ná hjólinu í fókus þegar það kemur brunandi beint á móti þér á miklum hraða en vélin fór létt með það. Ég var með vélina stillta á SERVO og það kom mér á óvart hversu góð hún var að fókusa, bæði í ljósmyndum og myndböndum. Annar möguleiki sem ég hreinlega er ástfanginn af er að þú getur dregið puttann eftir snertiskjánum og stjórnað þannig hvað er í fókus.

Eftir að hafa kynnt mér vel AF möguleikana í vélinni komst ég að því að það er hægt að stilla þá fyrir nánast hvaða tilefni sem er. Hvort sem það er portrait myndataka í stúdíó yfir í snjóbretti að bruna niður fjallshlíð, vélin mun hjálpa þér að halda viðfangsefninu í fókus allan tímann. Manual fókus kerfið er einnig mjög þægilegt þar sem vélin hjálpar þér að stilla fókusinn rétt.

Hvað EOS R varðar þá elska ég að halda á henni.

Þegar ég kaupi mér nýja myndavél er einn hlutur sem skiptir miklu máli. Er þægilegt að halda á henni og er gripið gott? Hvað EOS R varðar þá elska ég að halda á henni. Ég nota aldrei ól með henni því gripið er einfaldlega það gott. Það skemmir ekki fyrir vélinni hvað hún er lítil og nett og þægilegt að ferðast með hana. Snertiskjánum á vélinni er hægt að opna og snúa í allar áttir sem er einstaklega þægilegt. Ekki má gleyma að það er hægt að fá myndirnar beint yfir í símann í gegnum WiFi og Bluetooth. Ég hef einnig oft stýrt vélinni þráðlaust með símanum. Þessi fídus hentar einstaklega vel t.d í norðurljósamyndatökum þegar það er -10° úti. Þá get ég bara setið inni í heitum bíl og smellt myndunum af með símanum.

Þessa dagana skýt ég mikið af video verkefnum með ljósmynduninni. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hefur vélin tekið video upptökur hjá mér á næsta level. Loksins hægt að skjóta 4K video í C-Log í sömu vél og þú tekur full frame ljósmyndir. Hvað er eiginlega C-log? Í stuttu máli þá getur þú skotið video í flötum litaprófil sem gerir þér kleift að litgreina efnið sjálfur í eftirvinnslu. Hef notað vélina mikið í lélegum birtuskilyrðum á dimmum tónleikum og hún fer létt með það ef þú ert með réttu linsuna með þér.

Eftir nokkra mánuði með EOS R þá dettur mér ekki í hug að fara til baka.

Vélin hefur auðveldað mér svo mikið lífið bæði í ljósmyndun og myndbandsupptökum. Ég hef tekið þessa vél í mjög krefjandi aðstæður út um allar trissur. Vélin hefur þolað sandstorma upp á hálendi, grenjandi rigningu út á sjó og snjóbyl upp á jökli.

Frábær vél í alla staði sérstaklega ef þig langar að geta tekið hágæða ljósmyndir og myndbönd í sömu græjunni.

Hlakka til að sjá hvenær næsta útgáfa af EOS R kemur og hvað verður búið að breyta og bæta.  En þangað til þá held ég bara áfram speglalausu lífi með Canon.

Fyrir fleiri myndir og myndbönd á Instagraminu mínu

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000