Blogg3 nýjungar sem bæta mannauðsmál þíns fyrirtækis
2/1/2020

Stafræn umbreyting hefur breytt og bætt mannauðsmál á ótal marga vegu og mun þróun halda áfram í framtíðinni. Í þessu bloggi fjöllum við um þrjár lausnir sem okkur finnst að sérhver mannauðsdeild ætti að tileinka sér.

Hvers vegna eru mannauðslausnir svona mikilvægar?

Mannauðslausnir sem virka vel geta haft mikið að segja um það hvaða viðhorf starfsfólk hefur til fyrirtækisins og hversu skilvirk mannauðsdeildin er. Snjallar mannauðslausnir geta til að mynda stuðlað að aukinni helgun starfsfólks (e. employee engagement) og dregið úr starfsmannaveltu.

Sjálfvirkni stuðlar að aukinni skilvirkni og skapar meiri tíma sem má nýta til að einbeita sér að öðrum verkefnum. Með réttum mannauðslausnum getur þú sjálfvirknivætt endurtekin og tímafrek verkefni líkt og ráðningaferli, áminningar og beiðnir um orlof, svo dæmi séu tekin. Mannauðsdeildin getur þess í stað einbeitt sér að virðisskapandi verkefnum sem ekki er hægt að sjálfvirknivæða.

Hér eru þrjár lausnir sem mannauðsdeildir ættu að nota:

1. Rafræn fræðsla

Fjarvinna hefur vaxið gríðarlega á síðust árum og er eitt stærst trendið í mannauðsmálum í dag. Svo hægt sé að mæta kröfum umsækjenda í dag um fjarvinnu, ásamt því að gefa þeim svigrúm til að vaxa í starfi, er rafræn fræðsla góð fjárfesting. Ásamt því að bjóða upp á þjálfun í starfi ættir þú að hafa í boði sérsniðið námsefni sem starfsfólkið þitt getur kynnt sér á sínum hraða, jafnvel heiman frá sér ef það kýs það frekar.

2. Samskipti við umsækjendur með snjöllum lausnum

Það verður sífellt vinsælla að notast við gervigreind til að aðstoða við ráðningarferlið, ein leiðin er að nota svokölluð spjallmenni (e. Chatbots). Það er tiltölulega einfalt að innleiða og nota snjallar lausnir til að eiga samskipti við umsækjendur (e. conversational recruiting) samhliða núverandi ráðningalausnum. Það tekur iðulega meira en þrjár vikur fyrir umsækjenda að fá svar varðandi það hvar þeir eru staddir í ráðningarferlinu. Sjálfvirk skilaboð geta stytt þann tíma með því að senda SMS eða tölvupóst, til að halda umsækjendum upplýstum og tryggja að þeir missi ekki áhugann.

Það er best að byrja á því að auglýsa á nokkrum mismunandi miðlum og ætti að setja í forgang að senda textaskilaboð. Byrjaðu með hógværa áætlun þar sem þú stefnir aðeins á að ná til að hámarki 50 manns. Það gerir þér kleift að vinna úr öllum svörum og svara hverjum og einum með persónulegum skilaboðum.

3. Mannauðslausnir í skýinu

Fyrirtæki í dag gera kröfu um að mannauðslausnir séu í skýinu og skalanlegar sem gerir fyrirtækjum kleift að sníða þær að sínum þörfum. Þær eru einnig vinsælar fyrir starfsfólk vegna möguleikans á sjálfsafgreiðslu sem gerir þeim kleift að hafa yfirsýn yfir sínar upplýsingar og verkefni.

Ef þú vilt auka stafræna umbreytingu innan þíns fyrirtækis er snjallt að byrja á því að færa sig yfir í skýið. Það felst margvíslegur ávinningur í því, t.d.:

  • Þú getur unnið í kerfinu hvar sem er, en ef það kemur upp aðkallandi mál sem þarf skjóta úrlausn og þú ert ekki á skrifstofunni getur þú brugðist við því þar sem þú ert.
  • Starfsfólkið mun aðlagast sveigjanlegra vinnufyrirkomulagi og njóta aukins frelsis. Eitt stærsta og sýnilegasta trendið í mannauðsmálum í dag er sú staðreynd að starfsfólk sýnir fjarvinnu meiri áhuga. Með því að nota skýjalausn getur þitt starfsfólk stýrt því hvar það vinnur og jafnvel á hvaða tíma. Það getur auk þess nálgast upplýsingar á borð við reglugerðir, starfsmannahandbókina og aðrar upplýsingar sem sparar mannauðsdeildinni dýrmætan tíma.
  • Mannauðsdeildin getur líka greint þessi gögn til að skilja betur þarfir starfsfólks.

Allar háþróaðar mannauðslausnir fela einnig í sér launakerfi en við trúum á kosti þess að útvista launakerfinu, lestu meira um það í þessu bloggi.

Hvernig Origo getur aðstoðað

Origo hefur yfir 20 ára reynslu í að þróa, hanna og nota mannauðs- og launalausnir. Kjarni, mannauðs- og launalausnin okkar, er lausn sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Kjarni er sérstaklega þróaður fyrir íslensk fyrirtæki. Ef þú ert að leita að mannauðslausn framtíðarinnar settu þig þá í samband við okkur og fáðu að vita meira.

Grein  5 nýjustu trendin í mannauðsmálum 2020 Sækja greinina

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000