BloggHvers vegna þú ættir að útvista launakerfinu?
2/1/2020

Það verður sífellt algengara að fyrirtæki útvisti mannauðs- og launakerfinum sínum, en slíkt felur í sér verulegt hagræði í mannafla og fjárbindingu í búnaði. Um leið leggja mannauðsteymi sífellt meiri áherslu á sveigjanleika þar sem sem starfsfólk getur unnið í fjarvinnu.

Hefðbundin launalausn er sett upp á netþjónum í húsakynnum fyrirtækisins sjálfs, með tiheyrandi kostnaði, á meðan útvistað launakerfi er hýst hjá birgjanum og kerfið aðgengilegt viðskiptavini hvar og hvenær sem er.

6 ástæður hvers vegna þú ættir að velja að útvista launakerfinu frekar en að vista það innan fyrirtækisins þíns

Við lítum svo á að útvistun sé fyrir framtíðina. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því:

1. Sveigjanleiki

Með hefðbundnu kerfi má segja að möguleikar til að aðlaga það að vexti séu takmarkaðir. Einn stór kostur við útvistun kerfa er sveigjanleiki. Þar sem slíkar lausnir eru skalanlegar getur þú bætt við eiginleikum eftir því sem fyrirtæki þitt vex og dafnar.

2. Þú þarft ekki að treysta á kerfisstjóra

Þegar hugbúnaðurinn er settur upp í fyrirtækinu getur aðeins einn eða örfáir aðilar leyst úr vandamálum ef eitthvað bjátar á. Þegar skipt er í lausn í útvistun þarf ekki að setja upp búnaðinn innanhúss og því enginn óvæntur kostnaður sem fylgir viðhaldi á búnaðnum þar sem söluaðilinn annast það.

4. Gerir fjarvinnu að veruleika

Með lausn í útvistun ert þú ekki bundinn við vinnustaðinn. Þannig getur þú sýslað í kerfinu jafnvel þótt skrifstofan sé lokuð. Þar sem upplýsingarnar eru vistaðar á netinu eru þær ávallt aðgengilegar.

Ekki nóg með að starfsmenn mannauðsdeilda geti annast launavinnslu fjarri vinnustaðnum, heldur gerir lausn í útvistun starfsfólki þínu einnig kleift að fá aðgang að upplýsingum um mannauðs- og launamál sín jafnvel þótt það sé statt heima hjá sér. Fjarvinna er þróun sem mun færast í aukana í framtíðinni, og því er þetta mikilvægur þáttur.

5. Umhverfisvænt

Skýjalausn gerir starfsfólki þínu kleift að fá aðgang að mannauðs- og launaupplýsingum sínum hvar sem er. Til lengri tíma litið mun þetta draga úr kolefnisfótspori fyrirtækis þíns. Einnig auðveldar það allt skipulag því verulega mun draga úr pappírsnotkun – allt er vistað á netinu.

6. Gagnaöryggi

Með notkun hýstrar lausnar er mun minni hætta á gagnatapi samanborið við hefðbundið kerfi sem ekki býður upp á reglulega öryggisafritun. Ef slíkt kerfi bilar getur það valdið fyrirtæki þínu gríðarlegum vandræðum og leitt til þess að mikilvægar upplýsingar tapist.

Kjarni – mannauðs- og launalausn sérsniðin að þörfum íslenskra fyrirtækja

Algengar áhyggjur varðandi lausnir í útvistun lúta að öryggi starfsfólks og persónuupplýsingum fyrirtækisins. Við getum fullvissað þig um að lausn Origo er fullkomlega örugg og hýsingarumhverfi okkar er ISO vottað. Upplýsingar þínar eru öruggari í Kjarna heldur en á netþjóni sem er vistaður hjá fyrirtækinu sjálfu.

Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um Kjarna skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur hjá Origo.

Grein  5 nýjustu trendin í mannauðsmálum 2020 Sækja greinina

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000