BloggAf hverju að leggja áherslu á sjálfvirkni í markaðsmálum?
author image
Gísli Þorsteinsson6/1/2020

Sífellt fleiri miðlar, einkum samfélagsmiðlar, kalla á meiri yfirsýn, sérhæfingu, persónulegri þjónustu og sjálfvirkni til þess að hámarka árangur í markaðsmálum. Hljómar kannski mótsagnakennt að leggja áherslu á sjálfvirkni og persónulegri þjónustu á sama tíma en þá kemur HubSpot markaðs- og söluverkfærið til skjalanna. 

Inbound marketing aðferðafræðin snýst um að laða að réttu viðskiptavinina, læra betur á þarfir þeirra, þekkja þá betur út frá gögnum og útbúa sérsniðið markaðsefni sem felur í sér aukið virði fyrir þá, með sjálfvirkum hætti.

Hvað er þá Outound marketing?

Inbound marketing er andstaðan við Outbound marketing sem snýst um fjöldamarkaðssetningu (allir sem horfa á auglýsingu í sjónvarpi eða keyra framhjá LED skiltinu). Vandinn við Outbound marketing er oft skortur á mælanlegum árangri, þar að segja mælikvarðar verða oft óáþreyfanlegir. Þá getur reynst kostnaðarsamara að fara í Outbound marketing.

Með Inbound marketng er einaldara að mæla árangur, enda eru allar aðgerðir í hinum stafræna heimi. Með þessu er þó alls ekki verið að gera lítið úr Outbound marketing, heldur er Inbound marketing af öðrum toga og hentar ekki síst fyrir fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði þar sem markhópar eru þrengri og sérhæfðari. 

Origo er farið að nýta sér HubSpot lausnina til þess að vinna eftir Inbound marketing aðferðafræðinni. HubSpot er stærsta lausnin þegar kemur að sjálfvirknilausnum í markaðssetningu. Lausnin gerir notendum mögulegt að skapa persónuleg skilaboð til tilvonandi og áhugasama viðskiptavini og tækifæri á að selja núverandi viðskiptavinum fleiri lausnir á ólíkum sviðum í gegnum markaðstrekt.

Lykillinn að HubSpot er að sérsníða persónuleg skilaboð (efnissköpun) með sjálfvirkum hætti.

Hver er ávinningurinn?

  • Langtíma stefnumörkun
  • Lausn sem getur nýst fyrir flestar ef ekki allar markaðsaðgerðir 
  • Sjálfvirkni í mælingum
  • Sjálfvirkar markaðsaðgerðir á ólíkum miðlum
  • Persónulegri markaðsaðgerðir
  • Sérsniðið markaðsefni og hæfni til að búa til sölutækifæri í samvinnu við sölufólk

Enganlegt markmið er aukið og nánara samtal um þarfir viðskiptavina. 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000