BloggAppvæðing heilbrigðiskerfisins
author image
Anna Laufey Stefánsdóttir21/1/2020
TODO

Fjórða iðnbyltingin er hafin og Origo er byrjað að appvæða heilbrigðiskerfið.

Flestir heilbrigðisstarfsmenn kannast við og nota Sögu sjúkraskrárkerfið. Appvæðing fyrir heilbrigðiskerfið mun gera starfsfólki kleift að skrá sjúkragögn í gegnum síma og spjaldtölvur. Verkefnið hefur yfirheitið Smásaga og öll framtíðar sjúkraskráningaröpp munu falla undir það heiti. 

Aukið öryggi með stafrænum gögnum

Nánast öll sjúkragögn eru í dag á stafrænu formi, en ennþá er verið að skrá sjúkragögn á pappír. Í heimahjúkrun þurfa starfsmenn að prenta út dagskrá vitjana og áætlana á hverjum degi. Næst skrá niður framvindu meðferða og mælingar á blað, sem þau taka síðan með sér til baka til að skrá í Sögu í lok dags. Sjúkragögn eiga síður heima á pappír. Þau geta tapast og lent í röngum höndum, verið ranglega skráð eða tvískráð. Einnig geta mikilvægar upplýsingar gleymst ef þær eru ekki skrifaðar niður strax.

Á legudeildum er svipað verklag en þar gengur starfsfólk á milli stofa og rúma til að sinna innlögnum og skrá í Sögu.

Gögnin skráð inn á rauntíma

Smásaga gerir starfsmönnum heilbrigðiskerfisins kleift að skrá gögn beint inn í Sögu á rauntíma á meðan skjólstæðingurinn er hjá þeim. Starfsfólk hefur aðgang að dagskrá heimavitjana eða yfirliti deildar, þar sem það getur séð viðeigandi sjúkragögn. Það getur skráð mælingar og framvindu meðferða og borið saman við fyrri gögn. Einnig er hægt að taka myndir, sýsla með skjöl og senda beint í Sögu án þess að tækin geymi myndirnar eða önnur viðkvæm gögn. Þessi möguleiki á eftir að umbylta heilindum sjúkragagna og gagnaflæði inn í Sögu.

Um er að ræða stórt skref fyrir nútíma heilbrigðisþjónustu og við erum rétt að byrja.  Appvæðing heilbrigðiskerfisins felur í sér marga kosti, þar með talið aukið öryggi og heilindi gagna. Smásaga felur í sér verulegan vinnusparnað því ekki þarf að þarf að prenta út eða skrá gögn af blöðum yfir í stafrænt form. Nú fara gögnin beint í Sögu á öruggan máta. 

Fyrsta Smásöguappið, Smásaga Heimahjúkrun, kemur út mjög fljótlega. Einnig er Smásaga Legudeild  í vinnslu sem er ætlast til að fari í loftið seinna á þessu ári.

Meðgönguapp í farvatninu

Við hjá Origo erum með fleiri járn í eldinum og ný öpp munu koma út á næstu mánuðum og árum. Við erum með áform um að halda áfram í Smásögu öppunum. Einnig erum við með öpp í vinnslu fyrir almenning svo að einstaklingar hafi gott aðgengi að sínum eigin sjúkragögnum. Stærsta verkefnið á borðinu okkar í dag er nýtt meðgöngu app fyrir íslenskan markað, sem gefur verðandi foreldrum aðgang að sínum mæðraverndargögnum, auk fræðsluefnis og er vottað af Embætti landlæknis.

Hér er gagnaflæði lykilatriði. Það er kominn tími til að appvæða heilbrigðiskerfið.

Skoða heilbrigðislausnir Origo.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000