BloggSvona sleppur þú við aukakostnað af skýjaþjónustu
author image
Anton M. Egilsson5/2/2020

„Notkun fyrirtækja á skýjalausnum vex hröðum skrefum, jafnvel án þess að þau geri sér grein fyrir því. Það er hins vegar að mörgu að huga þegar fyrirtæki kaupa skýjaþjónustu. Afar einfalt er að hefja notkun, enda verður innleiðingarferli sífellt einfaldara, en mikilvægt er að missa ekki tökin á öryggisþáttum og kostnaði, sem getur verið breytilegur en oft dulinn. Það skiptir máli að sníða sér stakk eftir vexti,“ segir Anton Már Egilsson, forstöðumaður öryggis- og skýjalausna hjá Origo.

Ekki skipta um hest í miðri á

„Okkar ráðgjöf til viðskiptavina okkar er búa vel um hnútana þegar farið er af stað; leggja í góða undirbúningsvinnu í stað þess að skipta um hest í miðri á og þurfa mögulega að endurtaka allt ferlið með tilheyrandi aukavinnu og viðbótarkostnaði. Vandaður undirbúningur er lykilatriði.“

Forritarar sístækkandi kaupendahópur 

Anton segir að kaupendur að skýjaþjónustu séu ekki aðeins tæknistjórar; forritarar séu vaxandi kaupendahópur. „Við sjáum breytingu í þá átt og leggjum áherslu á að koma til móts við nýjan kaupendahóp, svo sem með Kubernetes {Svokallað „Container Orchestration“ kerfi fyrir „Docker Containers“ } gámaþjónustu, sem gerir forriturum einfaldara að færa kerfi á milli skýjaþjónusta. Um leið leggjum við áherslu á að geta boðið okkar eigið ský hér innanlands nú eða sinnt þjónustu fyrir viðskiptavini í gegnum ýmsa samstarfsaðila í skýjaþjónustu hvar sem er í heiminum. Má þar nefna Google, IBM og Microsoft,“ segir Anton.

Skráðu þig á Multi Pak viðburðinn 13. febrúar. 

Kíktu á skýjalausnir Origo

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000