BloggViltu einfalda úrvinnslu atvinnuumsókna?
5/2/2020

„Í hraða nútímans er sífellt meiri krafa um auðvelt aðgengi að upplýsingum. Við viljum geta nálgast þær upplýsingar sem við þurfum hvenær sem er og hvar sem við erum. Einnig er rík krafa um að einfalda verkferla og draga úr handtökum sem skila ekki virði. Tækninni fleygir fram og það er mikilvægt að nýta þá tækni og þróa upplýsingakerfi þannig að þau styðji við þessar kröfur og auðvitað aðra framtíðarstarfsmenn fyrirtækisins," segir Halla Árnadóttir, forstöðumaður mannauðs- og launalausna Origo.

Gott aðgengi að upplýsingum auðveldar ákvarðanatöku 

„Í Kjarna mannauðs- og launakerfinu er mikið lagt upp úr skýrslugerð. Þar er hægt að vista niður mismunandi uppsetningar af ýmsum skýrslum þannig að notendur geti með einu handtaki kallað fram viðeigandi upplýsingar þegar þeir þarfnast þeirra. Einnig er hægt að skila gögnum úr Kjarna í Power

BI eða önnur skýrslugerðartól þar sem hægt er að greina mannauðs- og launaupplýsingar með öðrum lykilupplýsingum, s.s. fjárhagsupplýsingum og sölutölum. Gott aðgengi upplýsinga auðveldar greiningu og hjálpar til við ákvörðunartöku."

Nýtt vefviðmót fyrir öll tæki 

„Með nýju vefviðmóti í Kjarna er aðgengi upplýsinga enn betra en áður og þar er einfaldleikinn í fyrirrúmi. Vefviðmótið er hægt að nálgast hvaðan sem er og er það skalanlegt svo það er sama hvort notandi nálgast það í tölvu eða snjalltæki. Í nýrri launasamþykkt í vefviðmótinu eru stjórnendur snöggir að sjá hvort frávik séu á launum einstakra starfsmanna á milli mánaða, þeir geta séð nákvæmlega í hverju þau frávik liggja og geta átt skilvirk samskipti við launafulltrúa í gegnum viðmótið. Þetta einfalda og skýra viðmót lágmarkar þann tíma sem fer í samþykkt launa hjá stjórnendum," segir Halla.

Einfalt að tengja Kjarna við önnur kerfi 

„Í ráðningahluta vefviðmótsins er búið að einfalda til muna alla úrvinnslu umsókna. Þar er fljótlegt að fara yfir umsóknir, flokka þær og stöðumerkja. Öll samskipti við umsækjendur og á milli ráðningaraðila fara fram í gegnum vefinn. Við ráðningu skrá ráðningaraðili og umsækjandi allar viðeigandi upplýsingar sem upp á vantar svo hægt sé að ganga frá ráðningu og skrifa undir rafrænan ráðningarsamning. Á döfinni eru svo spennandi nýjungar sem koma til með að einfalda ákvörðunartöku enn frekar og hjálpa til við að velja rétta starfsfólkið.

 Í Kjarna eru mismunandi kerfishlutar samtvinnaðir í eina heild og gögn eru samnýtt á milli kerfishlutanna. Þetta kemur í veg fyrir margskráningu sömu upplýsinga auk þess sem einfalt er að tengja Kjarna við ýmis önnur kerfi, s.s. Active Directory, Eloomi, PayAnalytics og viðverukerfi, og geta upplýsingar því flætt sjálfvirkt á milli Kjarna og viðeigandi kerfa. Origo er með frábæran viðskiptavinahóp í Kjarna og fer sá hópur sífellt stækkandi. Mikilvægt er að eiga gott samstarf við notendur kerfisins og þróa saman góðar hugmyndir þannig að kerfið staðni aldrei heldur þróist áfram með breyttum aðstæðum og létti notendum dagleg störf. Við hlökkum til að takast á við framtíðina með þessum frábæra hópi." 

Nánar um Kjarna-mannauðs- og launalausn

Leiðarvísir  Mannauður á tímum stafrænnar byltingar   <https://cta-redirect.hubspot.com/cta/redirect/6348411/dd1e1b42-035d-46ef-b174-1c4b08d2f3e9>

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000