BloggHvernig náðist 75% tekjuvöxtur í netverslun Origo?
author image
Sævar Ólafsson5/2/2020
TODO

Sífellt fleiri nýta sér netverslun Origo. Við höfum séð gríðarlegan vöxt undanfarið. Sem dæmi var 75% tekjuvöxtur árið 2019 miðað við árið á undan.

Við höfum lagt mikið í að efla og styrkja netverslunina og gera hana aðgengilegri. Breytingarnar hafa fallið í kramið hjá viðskiptavinum sem nýta sér sífellt meira að versla á netinu. Netverslunin er raunar bara viðbót við almenna sölustarfsemi. Þá er verslun okkar í Borgartúni og netverslunin afar sterk heild og styðja vel hvor við aðra.

Vöruúrvalið er gríðarlega mikið; 80 vöruflokkar, 150 vörumerki og 8000 vörunúmer. Við státum okkur af flottustu vörumerkjunum, svo sem Bose, Sony, Google, Lenovo, Poly, Audio Technica og Canon. Þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.

Þegar verslað er í netverslun Origo er hægt að sækja vörurnar í sérstök snjallbox sem eru staðsett fyrir utan verslunina í Borgartúni á hvaða tíma sólarhrings sem er. Viðskiptavinur getur komið þegar honum hentar. Þetta er hluti af aukinni sjálfvirknivæðingu Origo.

Origo býður ýmsa þjónustu fyrir fyrirtæki sem snýr að netversluninni. Viðskiptavinir geta vaktað og gengið frá sértilboðum við söluráðgjafa Origo allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Hægt er að skoða yfirlit yfir fyrri viðskipti og sækja reikninga aftur í tíma óháð því hvar vörur voru keyptar. Mögulegt er að skilgreina innkaupaaðila, samþykktarferli og stjórna því hvaða innkaupaheimild starfsfólk hefur fyrir hönd fyrirtækis.

Fyrirtækinu þínu býðst að fá afsláttarkjör á öllum vörum í netverslun Origo.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000