BloggUmhverfisvæn fundarstefna og minna flugviskubit
author image
Einar Örn Birgisson24/2/2020

Í breyttum heimi, með opnu vinnurými og auknum sveigjanleika vinnuveitenda hafa samskipti í gegnum fjarfundarlausnir vaxið hratt. Sérfræðingar greiningafyrirtækisins Gartner spá því að strax á árinu 2024 verði aðeins 25% þáttakenda á fundum til staðar í fundarherberginu, hinir munu tengjast inn með fjarfundabúnaði.

Það sem helst styður við þennan vöxt er framþróun skýjalausna eins og Microsoft Teams, Skype for Business, Zoom og Google Hangouts sem gera þáttakendum mögulegt að tengjast inn á fjarfundi hvaðan sem er og með nánast hvaða tækjabúnaði sem er. Annað sem styður við þessa þróun er tilkoma nýrrar tækni í fjarfundatækjunum sem gera alla notkun einfaldari og upplifun notenda mun betri en hingað til.

Þetta gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri á að minnka kostnað við ferðalög og ekki síst að leggja sitt af mörkunum við að minnka kolefnisfótspor.

Hljóðnemar með gervigreind

Mjög mikil framþróun hefur verið í hljóðnematækni á undanförnum árum og er nú í flestum tilfellum nóg að hafa hljóðnema innbyggða í fjarfundabúnað á veggnum. Allt er orðið einfaldara og snyrtilega þar sem ekki þarf lengur snúruhljóðnema út á borðið.

Í myndbandinu hér að neðan sést vel hversu öflug hljóðnematæknin er orðnin.  Hljóðnemarnir eru með innbyggðri gervigreind (AI) sem tryggir að það heyrist jafnhátt  í  öllum þátttakendum, óháð því hvar eða hversu  nálægt búnaðinum þeir sitja í fundarherberginu.

Lifandi myndavélar

Nýlega kom fram ný tækni í myndavélum sem fylgja fjarfundarlausnum sem og gerir þeim mögulegt að greina andlit þátttakenda og fókusa sjálfvirkt á þá. Þannig greinir tæknin hvort það eigi að fókusa á allanhópinn (Group Framing) eða aðeins þann sem talar hverju sinni (Speaker Tracking).

Gamla tæknin

Nýja tækninNýja tæknin 2

Í myndbandinu hér að neðan sést vel hvernig þessi nýja tækni er að nýtast:

Flottustu vörumerkin og frábært úrval

Origo býður upp á fjölbreytt úrval fjarfundabúnaðar, allt frá heyrnartólum og vefmyndavélum fyrir einstaklinga upp í kerfi fyrir stærstu fundarsali frá heimsþekktum framleiðendum, s.s. Poly, Crestron, Bose og Logitech.

Sérfræðingar okkar hafa unnið að fjölmörgum fundarherbergjum og gert samskipti viðskiptavina okkar markvissari og um leið hagkvæmari.

Hafðu samband

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000