BloggMinnka hættu á greiðslusvikum
26/2/2020
TODO

Origo semur við eitt þekktasta fyrirtæki heims í öryggislausnum

Öryggislausn sem lágmarkar áhættu á svikapóstum er meðal þess sem Origo getur boðið viðskiptavinum í kjölfar samstarfssamning við CSIS Security Group, sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims í öryggislausnum. Samstarfið gerir Origo kleift að efla lausnir og ráðgjöf í öryggismálum fyrir viðskiptavini.

1,5 milljarður glataðist á Íslandi í fyrra

„Umfang netglæpa hefur aukist verulega og hefur Ísland ekki farið varhluta í þessari þróun þar sem glæpamenn nýta aukið aðgengi til að byggja upp trúverðug samskipti við íslensk fyrirtæki með það að markmiði að svíkja þau um fé og upplýsingar. Talið er að á síðasta ári hafi Íslendingar tapað allt að einum og hálf­um millj­arði króna með þess­um hætti,“ segir Anton Már Egilsson forstöðumaður skýja- og öryggislausna hjá Origo.

Hann segir að með samstarfi við CSIS geti Origo eflt varnir fyrir viðskiptavini og dregið úr áhættu á að tölvuþrjótar komist upp með að svíkja fé út úr þeim.

Tölvuþrjótar geta breytt póstsamskiptum 

,,Tölvuþrjótar geta komast yfir upplýsingar um reikninga eða breytt póstsamskiptum svo að þeir líti út fyrir að koma frá öðrum aðilum, t.d. innan fyrirtækisins. Við þessi póstsamskipti eru hengd greiðslufyrirmæli þar sem beðið er um millifærslu á erlenda reikninga. Slíkur gjörningur getur litið út fyrir að vera eðlilegur póstur frá yfirmanni sem biður viðkomandi starfsmann um að greiða reikninga. Skilaboðin koma þó ekki frá réttum aðila heldur tölvuþrjótum," segir Anton Már.

Hægt að stöðva svikin áður en í óefni er komið

Hann segir að Origo geti nú, með samstarfi með CSIS Security Group, greint hvern póst fyrir sig og varað rétta aðila við ef óeðlilegir hlutir eigi sér stað. „Það er möguleiki að stöðva svik áður en í óefni er komið og fé glatast. Við getum í langflestum tilvikum séð hvort búið er að eiga við skjöl í póstum þar sem greiðslu er krafist. Við getum séð hvar upprunalega skjalið er búið til og hvort því hafi verið breytt. Við greinum auk þess reikningsnúmerin. Ef ákveðnu reikningsnúmeri hefur verið beitt í svikamáli áður þá komumst við að því með aðstoð lausna CSIS. Lausnin er frábær viðbót við núverandi vöruframboð sem tekur á flestum öryggisþáttum," segir Anton Már.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000