BloggBeita brögðum til að slaka á öryggiskröfum
26/2/2020
TODO

„Það er gríðarlega mikilvægt að vera vel á varðbergi fyrir tölvuárásum því tölvuþrjótar beina spjótum sínum í síauknum mæli að fyrirtækjum og einstaklingum með margvíslegum hætti. Dæmi eru um að þeir hafi komist yfir gríðarlega háar fjárhæðir, bæði hér heima og erlendis. Því skiptir máli fyrir fyrirtæki að verja umhverfi sitt vel. Tölvuárásir eru orðnar að þróuðum iðnaði sem öflugur mannskapur stendur að baki. Þess vegna skiptir máli að taka þessi mál afar föstum tökum,“ segir Anton Már Egilsson, forstöðumaður öryggis- og skýjalausna hjá Origo.

„Við höfum orðið mikið vör við svokallaða svikapósta í formi falsaðra greiðslufyrirmæla og eru stjórnendur fyrirtækja oftast skotmörkin. Þá beita tölvuþrjótar ýmsum leiðum (e. Social engineering) til þess að fá tölvunotendur til að slaka á öryggiskröfum eða brjóta öryggisreglur. Sem dæmi reyna þeir að láta líta út fyrir að tölvupóstar komi frá vinum eða samstarfsfólki. Þá geta tölvuþrjótar greint hvort fórnarlambið sé statt í útlöndum því þá er auðveldara að framkvæma árásir.“

Anton segir að Origo leggi mikla áherslu á að verjast árásum á viðskiptavini sína. „Ég tel að greining gagna gegni þar lykilhlutverki. Stafræn gögn fyrirtækja vaxa hröðum skrefum og við þurfum öflug verkfæri til þess að vinna úr og greina allar þær upplýsingar sem berast inn og út úr fyrirtækinu. Við leggjum áherslu á að samkeyra gögn úr ólíkum öryggisverkfærum til þess að gefa okkur rétta mynd af stöðu mála hverju sinni. Þá notfærum við okkur gervigreind til að hjálpa til við að greina mynstur og breytingar á hegðun eða ferli. Gervigreind getur einnig hjálpað okkur að spá fyrir um óorðna hluti,“ segir Anton.

 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000