BloggHefðbundin vörutalning heyrir sögunni til
27/2/2020

Sjálfvirkni á heimilum og hjá fyrirtækjum vex hröðum skrefum og búast má við enn meiri vexti árið 2020. „Við höfum fjölmargar sjálfvirknilausnir til umráða sem geta hjálpað fyrirtækjum á stafrænni vegferð þeirra, aukið skilvirkni og eflt þjónustu. Eitt af sjálfvirkniverkefnum hjá Origo eru snjallbox sem gerir viðskiptavinum mögulegt að sækja pantanir hvenær sem þeim hentar. Öll skilaboð fara sjálfvirkt til viðskiptavinarins sem felur í sér mikinn tímasparnað og þægindi fyrir okkar starfsfólk og viðskiptavini,” segir Hrönn Veronika Runólfsdóttir, liðsstjóri stafrænna viðskipta hjá Origo.

Frá kvikmyndahúsum til heilsugæslustöðva

„Við höfum ennfremur fjölgað snertiskjám bæði í vinnurýmum, í verslun okkar í Borgartúni og í Þjónustumiðstöð á Köllunarklettsvegi. Slíkir skjáir nýtast í margvíslegum tilgangi, til að mynda við sjálfsafgreiðslu, í upplýsingagjöf, markaðssetningu og til að mæla ánægju viðskiptavina. Í vinnurými okkar eru þeir notaðir mikið til að miðla ýmiss konar upplýsingum, hvort sem það er til að panta fundarherbergi eða skoða matseðil vikunnar,” segir Hrönn. Hún segir að sjálfsafgreiðslulausnir frá Origo séu vinsæl lausn hjá fyrirtækjum og stofnunum, svo sem heilsugæslustöðvum, veitingastöðum og kvikmyndahúsum. Það verður spennandi að sjá hvert sjálfvirknin leiðir okkur á næstu árum. Verða kannski róbótar á öllum veitingastöðum árið 2030?“

Stafrænar merkingar með skilaboðum

„Það er fjölmargt í deiglunni hjá okkur sem snýr að aukinni sjálfvirkni, bæði sem nýtist innan Origo og einnig hjá viðskiptavinum. Við erum að innleiða nýjar stafrænar merkingar í versluninni sem mun einfalda allt utanumhald á verðlagi. Þá verður einnig hægt að miðla ýmiss konar aukaupplýsingum á skjánum svo sem hafa mynd af vörunni og QR kóða sem viðskiptavinurinn getur skannað með símanum sínum. Þegar QR kóðinn er skannaður opnast síða inn á netverslun Origo og með því móti getur viðskiptavinurinn fengið nánari upplýsingar um vöruna á auðveldan hátt.“

Auðveldara að staðsetja vöru með RFID

Annað verkefni sem er í innleiðingu hjá Origo er svokallað RFID kerfi fyrir skilvirkara birgðahald. „Með lausninni getum við rekið nákvæmlega hvernig vara ferðast um staðsetningar og fundið hana innan rýmis. Öll móttaka á vörum verður auðveldari og nákvæmari. Það má segja að gamaldags vörutalningar muni heyra sögunni til þar sem hægt verður að gera nákvæma vörutalningu á nokkrum mínútum, þess vegna daglega,” segir Hrönn.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000