BloggGervigreindarlausnir sem auka viðskipti
9/3/2020

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki reiða sig á þjónustu margra skýjalausna (e. Multi-cloud) í daglegum rekstri. Því fylgja fjölmargar nýjar áskoranir sem snúa að stjórnun, öryggi og notkunarmöguleikum slíkra lausna. Þessar áskoranir eru ekki aðeins tæknilegar heldur líka af fjárhagslegum toga og skipta því verulegu máli í rekstri fyrirtækja.

IBM Cloud Pak lausn, sem er heitasta nýjungin fyrir Multi-cloud umhverfi í dag, en hún gerir notendum kleift að flytja hugbúnað yfir á hvaða ský sem er með opnum, hraðvirkari og öruggari hætti.

Með hverjum IBM Cloud Pak fylgir IBM millibúnaður í gámum og sameiginleg hugbúnaðarþjónusta fyrir þróun og rekstur, auk sameiginlegs samþættingarlags — sem ætlað er að stytta þróunartíma um tugi prósenta og draga verulega úr rekstrarkostnaði. IBM Cloud Paks má keyra alls staðar þar sem Red Hat OpenShift er til staðar.

Helstu kostir Cloud Pak eru stuðningur við gervigreind, gagnavinnslu og tengingu gagna við skýjaþjónustu. Einnig verður fjallað um Kubernetes gámatæknina, sem flýtir fyrir og einfaldar allar færslur á hugbúnaði milli allra skýjaþjónusta. 

Með gámatækni opnast gríðarlegir möguleikar. Sem dæmi er hægt að bæta gervigreindarlausnum við hótelbókanir til að finna er hægt að finna út hvort einstaklingar að fjölskylda fullnægi skilyrðum fyrir afslætti í upplifunarferð og hvort þau þau séu líkleg til að fara eður ei. Lausnin einskoraðst ekki aðeins fyrir ferðaþjónustu heldur líka alla aðra geira. Möguleikarnir eru endalausir. 

Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan um kosti gámatækni. 

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000