Vinsældir og notkun á Zoom fyrir fjarfundi hefur margfaldast að undanförnu og eru Zoom fundir nú notaðir ýmist hjá fyrirtækjum til að tengja saman heimavinnandi starfsmenn og af einstaklingum til að hitta saumaklúbbinn og jafnvel halda sameiginlegar kóræfingar.
Í kjölfar þessarar aukningar hafa vaknað upp spurningar um öryggi þessara funda og nýyrði eins og „Zoom Bombing“ hafa farið á flug, sem er notað yfir óvelkomna aðila sem komast inn á Zoom fundi annarra með því að nota fundarnúmerið þeirra (Zoom Meeting ID).
Líkt og með flestan annan samskiptahugbúnað gildir að sýna almenna skynsemi, ekki nota alltaf sama fundarnúmerið og vista myndir af því á samfélagsmiðlum, og nýta þær öryggisstillingar sem eru í boði.
Þegar stofnaðir eru fundir í Zoom eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:
Mjög áríðandi er að tryggja að verið sé að nota nýjustu útgáfu forritsins og því mikilvægt að uppfæra Zoom forritið. Þetta er gert með því að smella á græna merkið í hægra horninu og smella á „Check for Updates“.
Þegar Zoom fundur er stofnaður er hægt að velja um að nota nýtt númer í hvert sinn (Generate Automatically) eða nota sitt persónulega númer (Personal Meeting ID).
Ef fundur er ekki varinn með lykilorði getur hver sá sem veit þitt persónulega númer slegið það inn í Zoom og birst á fundinum (Zoom Bombing).
Við mælum eindregið með því að nota nýtt númer í hvert sinn sem er boðað til fundar, þ.e. með því að stilla á Generate Automatically.
Það er hægt að láta Zoom kerfið bæta við kröfu um lykilorð sem þarf að slá inn til viðbótar við fundarnúmerið sem þátttakendur nota til að komast inn á fundinn.
Með „Enable waiting room“ stillingunni fara allir þátttakendur í biðstofu þangað til sá sem býður til fundarins hleypir þeim inn og tryggir þannig að eingöngu þeir sem eiga að vera á fundinum komast þangað inn.
Þegar allir aðilar sem eiga að vera á fundinum eru komnir inn á fundinn getur sá sem boðaði til fundarins læst fundinum þannig að enginn annar kemst inn.
Zoom security guide: https://zoom.us/docs/doc/Zoom-Security-White-Paper.pdf
Zoom security features: https://zoom.us/security
Zoom security blog: https://blog.zoom.us/wordpress/?s=security
Zoom Privacy Policy: https://zoom.us/privacy
Zoom iOS app privacy: https://blog.zoom.us/wordpress/2020/03/27/zoom-use-of-facebook-sdk-in-ios-client/
Origo býður upp á fjölbreytt úrval fjarfundabúnaðar, allt frá heyrnartólum og vefmyndavélum fyrir einstaklinga upp í kerfi fyrir stærstu fundarsali frá heimsþekktum framleiðendum, s.s. Poly, Crestron, Bose, Logitech.
Hafðu samband og sérfræðingar Origo aðstoða þig við val á búnaði.