BloggLykillinn að farsælu hjónabandi upplýsingatækni og viðskiptaeininga
author image
Ásta Guðmundsdóttir7/5/2020

Lykillinn að farsælu hjónabandi upplýsingatækni og viðskiptaeininga

Nú þegar tækninni fleytir fram hratt og örugglega gerist það að fyrirtæki vilja í minni mæli vita af almennum rekstri upplýsingatæknikerfa. Af þeim sökum getur myndast gjá á milli upplýsingatækni (UT) og viðskiptaeininga. 

Fyrirtækin eru spennt fyrir þeirri þróun sem á sér stað og það skal engan undra enda stefnir framtíðin á þá staði sem okkur hefur ekki órað fyrir. Mikið er rætt um skýjavæðingu, Digital Transformation (stafræn vegferð), AI (gervigreind), RPA (sjálfvirknivæðing viðskiptaferla) og svo mætti lengi telja. Svo spennandi er framtíðin að meira að segja vanaföstu menn og konur vilja hlaupa af stað og grípa sér sneið af köku framtíðarinnar. Það vill enginn sitja eftir.

Hvernig er hægt að koma auga á tækifærin?

Það sem gerist oft í framhaldi er að ákvörðun er tekin án aðkomu UT og nýjungar eru innleiddar. Í ljós kemur að það sem var innleitt uppfyllir ekki alltaf þarfir fyrirtækis út frá kostnaði og/eða áætlaðri hagræðingu. Oft kemur það svo í hlut UT að vinda ofan af ákvörðunum teknum á röngum forsendum sem getur verið mjög kostnaðarsamt og tekið langan tíma.

Eins og í öllum góðum hjónaböndum þarf tvo til að hlutirnir gangi vel og endist. Það skiptir öllu máli að hlúð sé að hjónabandi UT og viðskiptaeininga en eftir því sem raðirnar eru þéttari því auðveldara er að koma auga á ný tækifæri í rekstri. Þegar búið er að koma auga á tækifærin þá geta fyrirtæki tekið upplýstar ákvarðanir um að fjárfesta í þeim tækjum og tólum sem uppfylla þeirra þarfir og náð þannig fram hagræði.

Fyrirbyggjum að fjárfesting fari til spillis

Reynslan sýnir að með illa ígrunduðum eða litlum undirbúningi í verkefnum í stafrænni vegferð mun hagræði og tækifærin sem leitast var eftir ekki skila sér og þar með getur gríðarleg fjárfesting farið til spillis.

Rekstur upplýsingatæknikerfa mun seint hverfa en tækifærin eru til staðar í meiri mæli en áður í að einfalda reksturinn með réttum ákvörðunum. Þannig gefst fyrirtækjum kostur á því að einblína á það sem skiptir þau mestu máli.

UT á að vera drifkraftur og styðja við fyrirtæki, þeirra starfsemi og starfsfólk um að ná betri árangri. Oft þarf ekki meiriháttar fjárfestingar til að skila miklu hagræði og UT spilar lykilhlutverk í að koma auga á tækifærin með þarfir viðskiptaeininga að leiðarljósi.

Allar þær nýju lausnir sem hér um ræðir fela í sér hagræði fyrir mörg fyrirtæki og þar liggur framtíðin. Hagræði ætti ekki að liggja í niðurskurði í UT heldur er það aukin fjárfestingin í UT sem auðveldar fyrirtækjum að mynda hagræði þvert á viðskiptaeiningar.

Lykillinn hér er hjónabandið góða; hjónaband UT og viðskiptaeininga.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000