BloggSkiptir máli að vera með vottað gæðakerfi?
22/6/2020

Gæðavottanir frá þriðja aðila halda fyrirtækjum og stofnunum við efnið í að viðhalda virkni gæðakerfisins.

Gæðavottanir staðfesta að við séum með virkt gæðakerfi og séum stöðugt að huga að umbótum, endurskoða verkferla, vinnulýsingar og stefnur, staðfesta að við séum að vinna eftir þeim reglum sem við höfum sett okkur, að upplýsa starfsfólkið okkar um breytingar eða nýjar verklagsreglur, taka á móti ábendingum, meta áhættu og í sumum tilfellum að huga að eignum.

Dæmi um helstu gæðavottanir sem fyrirtæki hafa á Íslandi

  • ISO 9001 – staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi
  • ISO 14001 – staðall fyrir umhverfisstjórnunarkerfi
  • ISO 22001- staðall fyrir matvælaöryggisstjórnkerfi
  • ISO 27001- staðall fyrir upplýsingaöryggisstjórnkerfi
  • ISO 45001 – staðall fyrir heilsu og öryggi á vinnustað
  • ÍST 85- staðall fyrir jafnlaunakerfi
  • Einnig eru fyrirtæki með ýmiskonar umhverfisvottanir eða aðrar alþjóðlegar vottanir frá Evrópu eða Bandaríkjunum.

Vottað gæðakerfi skapar traust og bætir ímynd

Ef við hins vegar rekum gæðakerfi sem ekki er vottað er hætta á að það gleymist að fara eftir verkferlum, við gleymum umbótavinnu og að taka verkferlana út og þróa áfram.

Vottað gæðakerfi hefur líka áhrif á traust og viðhorf almennings, viðskiptavina eða þjónustuþega til þeirra fyrirtækja eða stofnana sem bera vottun. Í mörgum tilfellum gera viðskiptavinir líka kröfu á að fyrirtæki séu vottuð áður en þau kaupa sér þjónustu.

Vottað gæðakerfi eykur líka skilvirkni og gerir skýrar væntingar, ákvörðun hefur verið tekin um hvernig vinna eigi hlutina. Vottun kallar á nána samvinnu allra, til að ganga úr skugga um að skráðir verkferlar endurspegli hvernig unnið er í raun og veru.

Þegar við erum komin með vottað gæðakerfi er auðvitað mikilvægt að viðhalda vottuninni og getur CCQ hjálpað með það. Þar er hægt að hafa innbyggðar áminningar um að komið sé að endurskoðun skjala, fyrirfram útbúið samþykktarferli, eyðublöð sem taka á móti ábendingum og ferli til að vinna úr þeim, skipulag úttekta – allt til þess að auðvelda vinnuna við viðhald vottana og gæta þess að gæðakerfið sé alltaf virkt.

Notendavænt viðmót og gott yfirlit

Reynsla CCQ teymisins í gæðastjórnun er mikil og áhersla lögð á notendavænt viðmót. Gæðastjórar hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þau þarfnast og geta skipulagt rekstur gæðakerfisins frá A-Ö. Aðrir stjórnendur fá einfalt tölulegt yfirlit yfir þær upplýsingar þau óska eftir og viðmót almennra notenda er sett þannig upp að þau sjá þær verklagsreglur sem eiga við þeirra störf og hvaða skjöl þau eiga eftir að staðfesta lestur á.

PRÓFAÐU CCQ FRÍTT Í 30 DAGA, KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ NÁNAR

Fáðu ráðgjöf

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000