Blogg5 kostir þess að útvista tölvurekstrinum
30/6/2020

Með því að útvista upplýsingatækniþjónustu getur fyrirtækið þitt dregið verulega úr kostnaði, skapað sér jákvæða sérstöðu og bætt samkeppnishæfni sína. Mikilvægt er að íhuga vel hvaða starfsemi sé rétt að útvista og hvers vegna?

Hér að neðan gerum við nánar grein fyrir fimm kostum þess að útvista upplýsingatækniþjónustu.

Lægri kostnaður

Það getur verið afar kostnaðarsamt að ráða og þjálfa starfsfólk sem sinnir upplýsingatækniþjónustu. Með útvistun þessara verkefna getur fyrirtæki þitt þess vegna sparað háar fjárhæðir. Að sinna upplýsingatækniþjónustu innanhúss hefur í för með sér fastan kostnað, en ef þú felur utanaðkomandi aðila að sjá um slíka þjónustu verður sá kostnaður að breytilegum kostnaði og þú greiðir einungis fyrir það sem þú þarft. Að nýta sérfræðiþekkingu utan fyrirtækisins sparar auk þess bæði kostnað og tíma sem fer í greiningar, þróun og innleiðingu, sem allt kostar sitt.

Áhersla á kjarnastarfsemi

Útvistun upplýsingatækniþjónustu gerir fyrirtæki þínu kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og því sem það er fært í, sem stuðlar að vexti og framgangi fyrirtækisins. Æskilegt er að fyrirtæki og starfsfólk þeirra verji tíma sínum og fjármagni í verkefni sem skapa fyrirtækinu verðmæti, en láti ekki rekstur flókinna upplýsingatæknikerfa dreifa athygli sinni.

Aðgengi að aukinni tækni- og sérfræðiþekkingu

Útvistun gerir smærri fyrirtækjum kleift að fá aðgang að sömu upplýsingatækniþjónustu og stærri fyrirtæki njóta, sem þau hefðu annars ekki efni á. Þetta getur fært fyrirtæki þínu samkeppnislegt forskot og aukin viðskiptatækifæri.

Minni áhætta

Kostnaður við upplýsingatækni getur orðið mörgum fyrirtækjum mikill en verulega má draga úr kostnaði með því að útvista upplýsingatækniþjónustu til aðila sem hefur til að bera nauðsynlega sérfræðiþekkingu til að stýra henni á skilvirkan og skynsamlegan hátt.

Útvistun getur einnig dregið úr rekstraráhættu því þannig má tryggja að viðeigandi öryggis- og vírusvarnarstöðlum sé fylgt, og fyrirtækið getið verið fullvisst um að fá réttu uppfærslurnar á réttum tímum.

Bætir rekstur og þjónustu

Ef fyrirtæki þitt útvistar upplýsingatækniþjónustu þarf það ekki verja tíma í viðhald eða innleiðingu. Ef einhver tæknileg vandamál koma upp fær fyrirtæki þitt skjóta sérfræðiaðstoð, sem léttir starfsfólki þínu lífið og bætir þjónustu við viðskiptavini. Komið er í veg fyrir niðritíma, sem gerir rekstur og þjónustu fyrirtækisins mun skilvirkari og bætir samkeppnishæfni þess.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000