BloggEr starfsfólk virkilega ánægðara í fjarvinnu?
29/6/2020

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur orðið til þess að fólk vinnur með allt öðrum hætti en áður enda hefur fjöldi fyrirtækja víðsvegar um heiminn gripið til þess ráðs að láta starfsfólk sitt sinna starfi sínu í fjarvinnu. Með fjarvinnu er einfaldlega átt við að starfsfólk getur unnið að heiman og þarf ekki að mæta á skrifstofu, enda hafi það viðeigandi aðstöðu.

Samkvæmt einni rannsókn frá 2019 er fjarvinnandi starfsfólk jafnvel skilvirkara en starfsfólk sem vinnur á skrifstofu, sem jafngildir því að það vinni í raun þrjár viðbótarvikur á ári. 

Helstu niðurstöður:

  • Rannsóknin sýnir að fjarvinnandi starfsfólk skilar auknum afköstum, enda getur það einbeitt sér betur að vinnunni.
  • Fjarvinnandi starfsfólk nýtur aukins sveigjanleika og getur unnið á þeim tímum þegar því hentar og afköst þess eru mest.
  • Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fjarvinnandi starfsfólk nær betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og er mun ánægðara en starfsfólk sem vinnur á skrifstofu.
  • Með fjarvinnu geta fyrirtæki einnig sparað stórar fjárhæðir sem færu ellegar í leigu, hreingerningar, húsgögn og rekstrarvörur, sem er stór kostur.

Til að unnt sé að sinna starfi í fjarvinnu með góðu móti þarf ólíkan vélbúnað og hugbúnað. Hér að neðan eru dæmi um búnað sem gerir fjarvinnu að raunhæfum valkosti.

Nokkrar bráðnauðsynlegar græjur og lausnir fyrir fjarvinnu

Til að skapa vinnuumhverfi sem gerir starfsfólki kleift að vinna í fjarvinnu á skilvirkan hátt er gott að eftirfarandi vélbúnaður sé fyrir hendi.

Fartölva

Með fartölvu getur fjarvinnandi starfsmaður unnið hvar sem er. Fartölvan ætti að vera útbúin vefmyndavél svo unnt sé að halda fjarfundi með samstarfsfólki eða viðskiptavinum. Fartölvan ætti að vera með nægilega öflugan örgjörva og nægt vinnsluminni sem hæfir viðkomandi starfi.

Heyrnartól með hljóðnema

Það er gagnlegt fyrir fjarvinnandi starfsmann að vera með heyrnartól með hljóðnema á fundum. Þannig verður fundurinn skilvirkari og árangursríkari, því tölvuhljóðnemar torvelda samskipti.

Nauðsynlegur hugbúnaður fyrir fjarvinnu

Það hvaða hugbúnaðar hentar veltur á eðli starfsins, en hér að neðan eru nokkrar tillögur um gagnlegan hugbúnað.

  • Microsoft Office 365

Microsoft býður fjarvinnandi starfsfólki upp á ýmsa eiginleika sem gerir því kleift að leysa margvísleg viðskiptaverkefni á faglegan hátt. Nánar hér.

  •  Zoom

Með Zoom getur fjarvinnandi starfsfólk haldið fjarfundi, tekið þátt í málstofum á netinu og deilt upplýsingum á skjá með öðrum notendum.

  • Google Drive

Fyrir fjarvinnandi starfsfólk er gagnlegt að geta deilt skrám og vinnu með samstarfsfólki, sem er hægt með Google Drive. Fjarvinnandi starfsfólk getur unnið með og notað skjöl samtímis, og tengst í gegnum hvaða tæki sem er og fengið aðgang að skjölum í gegnum sameiginlega skjalamöppu.

  • Trello

Að stýra fjarvinnandi teymi getur verið snúið, en hægt er að nota Trello til að stýra verkefnum heils teymis eða einstakra starfsmanna. Verkefnisstjórinn getur úthlutað verkefnum á heilt teymi eða einstaka meðlimi þess, og fylgst með skilafrestum.

  • Slack

Slack er sá hugbúnaður sem kemst næst því að vera sýndarskrifstofa. Slack sameinar allt samstarfsfólk og öll samskipti á einum stað og gerir teymum kleift að skiptast á skilaboðum í rauntíma.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000