BloggFimm skemmtilegustu græjurnar fyrir sumarfríið
10/7/2020

Vilt þú hafa eitthvað fyrir stafni í sumarfríinu eða viltu heldur slappa af - eða kannski hvort tveggja? Sumarið er yndislegur tími til að skapa minningar með fjölskyldum og vinum, hvort sem þú kýst að verja því úti í náttúrunni, á ströndinni, við þjálfun eða að grilla í garðinum.

Hér eru fimm uppáhalds sumargræjurnar okkar, sem munu gera sumarfríið þitt enn eftirminnilegra.

1. Bose NC700 hljóðeinangrandi heyrnartól

Í sumarfríinu er upplagt að slappa af, losna við streitu og hlaða batteríin, og jafnvel að finna smá tíma til að endurnæra sálina. Ef þetta hljómar vel eru þráðlausu, hljóðeinangrandi heyrnartólin frá Bose, Bose NC700, rétta græjan fyrir þig. Þau eru með frábæra hljóðeinangrun svo þú hafir gott næði til að njóta tónlistar eða hljóðbókar án truflana. Þráðlausa stjórnkerfið er auðvelt í notkun og hönnunin er í senn fáguð og glæsileg, þannig að heyrnartólin sóma sér vel við hvaða tilefni sem er. Endingartími rafhlöðu er 20 klukkustundir, sem gefur þér mikið þráðlaust frelsi.

2. Bose SoundLink Micro

Það er lítið varið í partí án tónlistar, ekki frekar en sumar án sólskins. Bose SoundLink Micro er fullkomni hátalarinn fyrir sumarfríið. Með Bose SoundLink Micro ferðahátalaranum getur þú notið frábærra hljómgæða hvar sem er, og það þótt hann sé pínulítill og vegi aðeins 290 grömm. Upplagt er að taka hátalarann með í gönguferðina eða hjólreiðatúrinn, því auðvelt er að festa hann tryggilega með teygjanlegu bandi. Hátalarinn er einnig vatnsheldur og því er tilvalið að taka hann með á ströndina eða í sundlaugina.

3. Bose Frames - bluetooth sólgleraugu

Ef þú hefur gaman að því nýjasta í heimi tækninnar eru sólgleraugun frá Bose eitthvað fyrir þig. Bose Frames eru með innbyggða Bose hátalara sem þú getur hlustað á í frábærum hljómgæðum þótt aðrir heyri nánast ekki neitt, og samt tekið þátt í samræðum vandræðalaust. Þessi sólgleraugu munu svo sannarlega koma þér í sumarskap: þú getur hlustað á ljúfa tóna og litið vel út á sama tíma, og gleraugun munu verja augun þín gegn geislum sólarinnar þökk sé allt að 99% UVA/UVB vörn. Auk þess eru sólgleraugun frá Bose tilvalin ef þú vilt njóta tónlistar á heitum sumardegi án þess að þurfa að vera með heyrnartól yfir eyrunum.

4. Lenovo tab M10 spjaldtölva

Lenovo tab M10 spjaldtölvan er fullkomin fyrir sumarfríið þökk sé fjölmörgum frábærum eiginleikum hennar. Hún er með 10,3” Full HD skjá og rafhlöðuendingin er allt að 8,5 klukkustundir, sem gerir hana ákjósanlega fyrir lengri ferðalög. Tilvalið er að taka spjaldtölvuna með í sumarfríið hvort heldur er til að vafra á netinu eða horfa á skemmtilega bíómynd. Þú getur líka leyft krökkunum að nota þessa spjaldtölvu því hún er með barnastillingu svo þú getir stjórnað því hvaða efni þau geti horft á.

5. Amazfit Bip Lite – snjallúr

Sérðu fram á að hreyfa þig mikið í sumarfríinu þínu þetta árið? Eða viltu kannski fá daglegar upplýsingar um heilsufar þitt? Hægt er að nota Amazfit Bip Lite snjallúrið í alls konar veðri, og þú getur fylgst með ýmis konar hreyfingu og athöfnum. Þú getur einnig fengið tilkynningar um skilaboð, símtöl og önnur öpp, og úrið gengur í allt að 45 daga á einni hleðslu.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000