BloggHvers vegna það er mikilvægt að stimpla sig út!
17/7/2020

Jákvæð áhrif hvíldar, það að taka sér frí frá vinnu, hafa verið þekkt um aldir, en okkur hættir til að gleyma því í hraða nútímans. Vegna Covid-19 hefur orðið gríðarleg aukning í því að fólk vinni að heiman, með misjöfnum árangri.

Vinnuveitendur sem áður voru efins hafa neyðst til að láta undan og sannreyna kosti þess að vinna heima (sveigjanleiki, tímasparnaður, sjálfstæði o.s.frv.) en að sama skapi eru mörkin á milli hvíldar og vinnu orðin enn óskýrari en áður. Og það er ekki gott fyrir reksturinn.

Það er kominn tími til að við tökum okkur frí

Jafnvel fyrir Covid-19 stóð jafnvægið á milli vinnu og einkalífs hallandi fæti. Um allan heim vinnur fólk sífellt fleiri vinnustundir í harðri keppni um að „áorka meiru“. En rannsóknir sýna að þau lönd þar sem meðalfjöldi vinnustunda er hæstur, svo sem í Bandaríkjunum, skila ekki mestri framleiðni. Þvert á móti er framleiðnin mest í þeim löndum þar sem vinnuveitendur átta sig á jákvæðum áhrifum hvíldar og þess að taka sér frí frá vinnu.

Viðhorfið að fólk eigi alltaf að vera í vinnunni

Fólk vinnur ekki bara fleiri vinnustundir í dag, þökk sé snjallsímum, spjaldtölvum og öðrum tækjum, heldur er það líka tengt vinnunni lengur en áður – stundum allan sólarhringinn. Afleiðingin er sú að fólk er í raun alltaf í vinnunni sem er ekki gott fyrir heilsuna. Í einni rannsókn kom fram að fólk sem er undir miklu álagi veldur 50% auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Og það að finnast maður alltaf þurfa að vera í vinnunni er þekktur streituvaldur.

Þetta hefur einnig í för með sér svefnleysi, þreytu, lélegt matarræði, geðvonsku, truflanir á heimilislífi og háan blóðþrýsting, sem leiðir svo til skertrar sköpunargáfu og einbeitingarskorts.

Á síðasta ári birti persónugreiningarstofnunin Myers-Briggs rannsókn með yfirskriftinni Type and the Always-On Culture. Tilgangur hennar var að kanna hvaða áhrif það hefur á ólíkar gerðir persónuleika að vera sífellt í vinnunni. Þótt áhrifin hafi verið mismikil á ólíkar persónuleikagerðir var niðurstaðan sú að fólk sem var með aðgang að tölvupóstinum og hægt var að hringja í það utan vinnutíma þjáðist af aukinni streitu. Á meðal neikvæðra áhrifa má nefna að 28% sögðust aldrei geta stimplað sig út úr vinnunni í huganum, 26% upplifðu að vinnan hefði áhrif á heimilislífið og 20% þjáðust af andlegri örmögnun.

Eigið ánægjulegt frí

Allt þetta ætti að vera vinnuveitendum víti til varnaðar. Hver vill starfsfólk sem er úrvinda, pirrað, getur ekki einbeitt sér, er afkastalítið og veikt?

Hvað er þá til ráða? Í stuttu máli þurfa vinnuveitendur að viðurkenna jákvæð áhrif hvíldar og leggja sitt af mörkum til að breyta viðhorfinu að fólk eigi alltaf að vera tengt vinnunni.

Leggðu þig fram við að skapa andrúmsloft sem lætur starfsfólkinu ekki líða eins og það þurfi alltaf að vera til taks, jafnvel seint á kvöldin. Hvettu starfsfólk þitt til að stunda hreyfingu og slökun. Gakktu úr skugga um að það nýti alla frídagana sína og noti þá til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna. Láttu það vita að það sé allt í lagi að vera fjarri skrifstofunni í þann tíma sem það er í fríi.

Sýnt hefur verið fram á að athafnir sem fá starfsfólk til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna auka sköpunargleði, þrótt og starfsáhuga. Jafnvel þótt þú komist ekki í frí til útlanda er hollt að taka sér leyfi til að vera heima og sinna t.d. garðinum, dytta að húsinu eða verja tíma með börnunum, sem hjálpar þér að leiða hugann frá vinnunni og hlaða batteríin.

Notkun upplýsingatækni til að stýra vinnutíma

Upplýsingatæknin hefur átt sinn þátt í þróun þessa viðhorfs um að fólk eigi alltaf að vera í vinnunni, en hana má líka nota til að stjórna henni. Til dæmis má setja takmarkanir um hvenær dags sé hægt að opna tölvupóst, eins og var gert í Frakklandi. Þegar þú hefur ákveðið hvaða reglur eigi að gilda innan þíns fyrirtækis um vinnutíma og væntingar getum við aðstoðað við að setja upp upplýsingatæknikerfi fyrirtækisins þannig að þau framfylgi þessum reglum sjálfkrafa, með þeim sveigjanleika sem óskað er eftir, svo starfsfólkið þitt geti stimplað sig út að vinnudegi loknum og upplifi fyrir vikið meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Að halda starfsfólkinu ánægðu, heilsuhraustu og afkastamiklu er jafnvægislist sem krefst góðrar ákvarðanatöku stjórnenda sem er studd öflugri upplýsingatækni. Sendu okkur fyrirspurn og við aðstoðum þig við að finna lausnir sem henta þínu fyrirtæki.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000