BloggÞetta eru heitustu tækni-trendin 2020
author image
Snæbjörn Ingi Ingólfsson10/7/2020

Verulegar tækniframfarir hafa átt sér stað á undanförnum tveimur árum eða svo. Skjót innleiðing nýrrar tækni getur fært fyrirtæki þínu samkeppnislegt forskot vegna hinna fjölmörgu nýju tækifæra sem þessi nýja tækni skapar. Í þessari grein förum við yfir 10 helstu framfarir í upplýsingatækni á árinu 2020 svo þú getir áttað þig á hvort einhver þessara nýjunga geti orðið til þess að efla samkeppnisfærni þíns fyrirtækis.

1. 5G net

Fimmta kynslóð farsímanetstækni mun veita okkur stöðugra, snjallara og hraðara þráðlaust net. Með 5G opnast alveg nýr heimur og það mun greiða fyrir tækniframförum á mörgum og ólíkum sviðum.

2. Gervigreind (AI)

Aukin geta véla til að læra og aðhafast af skynsemi skapar margvísleg ný tækifæri fyrir fyrirtæki í ólíkum greinum. Talið er að gervigreind muni gegna stóru hlutverki við að endurskilgreina hefðbundinn fyrirtækjarekstur og muni gjörbreyta heiminum. Hún er einnig drifkrafturinn að baki fjölbreyttum tækninýjungum á borð við dróna, sjálfakandi bíla, spjallmenni og raddviðmót.

3. Internet hlutanna (Internet of Things, IoT)

Snjalltæki eru sífellt að senda og safna gögnum í gegnum net án þess að þörf sé á samskiptum milli manna eða manns og tölvu. Þannig er unnt að stýra margvíslegri tækni á skilvirkan hátt og það býður upp á möguleika á að þróa rekstur á snjallari hátt.

4. Stórgögn (big data)

Það magn gagna sem verður til á hverjum degi í heiminum fer stigvaxandi. Með því að nýta þjónustu stórgagnafyrirtækja er hægt að vinna með gríðarlega umfangsmikil gögn, sem auðveldar fyrirtækjum að stýra rekstrinum á grundvelli öflugrar gagnagreiningar.

5. Viðbótarveruleiki (augmented reality) og sýndarveruleiki (virtual reality)

Fyrirtæki í ólíkum greinum eru í auknum mæli farin að nýta sér viðbótarveruleika/sýndarveruleika í eigin þágu og í þágu neytenda. Með þessari tækni geta fyrirtæki leyft neytendum að upplifa vörur heima hjá sér í gegnum snjallsíma eða nýtt hana innanhúss til að bæta verkferla.

6. Þrívíddar- og fjórvíddarprentun

Óhætt er að segja að þrívíddar- og fjórvíddarprentun hafi sannað gildi sitt á síðustu árum og bjóði upp á margvísleg not. Þessi tækni greiðir fyrir fjöldaframleiðslu á vörum sem þó er sérsniðnar að þörfum neytenda og getur dregið verulega úr kostnaði í aðfangakeðjunni.

7. Skýjavinnsla og jaðarvinnsla

Margir kannast við skýið, sem felur í sér að gögn eru vistuð á annarri tölvu og hægt er að nálgast þau í gegnum internetið. Jaðarvinnsla (edge computing) færir þetta á næsta stig og felur í sér að gagnavinnslan fer fram í gegnum snjalltæki, sem auðveldar aðgang.

8. Bitakeðja (blockchain)

Bitakeðjutækni er afar örugg aðferð til að vista og verja gögn og getur nýst fyrirtæki þínu afar vel. Hún hentar sérstaklega vel til að greiða fyrir viðskiptafærslum og gera þær skilvirkari.

9. Progressive Web Apps (PWA)

Milljarðar manna tengjast internetinu í gegnum símann sinn, og því er skynsamlegt fyrir fyrirtæki að sinna þessum hluta markaðarins. PWA er fljótleg og áhrifarík leið til að tengja saman neytendur og fyrirtæki og getur stuðlað að því að neytendur verji meiri tíma á vefsvæði fyrirtækisins.

10. Klæðanleg tækni

Einföld heilsutæki hafa nú getið af sér alveg nýja klæðanlega tækni. Tæknin er hönnuð til þess að hjálpa okkur að lifa lengur og bæta líkamlega frammistöðu. Í framtíðinni má sjá fyrir sér nánara samband mannsins og tækni sem skapi „betrumbættan mann“.

Heimildir

https://www.forbes.com/sites/bernardmarr/2020/04/20/these-25-technology-trends-will-define-the-next-decade/#792ef20629e3

https://www.simform.com/technology-trends-2020/

https://www.mobileappdaily.com/future-technology-trends

https://www.kdnuggets.com/2020/01/top-10-technology-trends-2020.html

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000