BloggÞetta eru okkar bestu tölvur í skólann
7/8/2020

Nú er frábært úrval af Lenovo IdeaPad, Yoga og ThinkPad fartölvum í verslunum Origo. Ef þú þarft að geta treyst á eitthvað í skólanum, þá er það að vera með góða, öfluga fartölvu sem hámarkar afköstin, heldur þér í tengslum við umheiminn og styttir þér stundirnar þess á milli.

Við höfum tekið saman örlista yfir fartölvur og aukahluti fyrir námsmenn sem henta hvar sem er, hvenær sem er. 

.

Léttar, liprar og skapandi fartölvur fyrir kröfuharða

Lenovo Yoga C línan

Ef þig vantar ofurlétta, öfluga og liðuga tölvu sem styður við sköpunarkraftinn þá er Lenovo Yoga línan klárlega málið. 

Yoga C640, Yoga C740 og Yoga C940 koma með 13,3“ og 14“ snertiskjá sem þú getur snúið í 360°.  Öflugur penni fylgir með svo þú getur látið sköpunargleðina njóta sín til hins ýtrasta. Þær fást bæði með 8 GB og 16 GB vinnsluminni og rafhlaðan dugir í allt að 20 klst. en það fer eftir týpunni. Tölvurnar eru úr áli og því fisléttar, sú minnsta og léttasta aðeins 1,3 kg. Í tölvunni er Dolby Atmos hljóðkerfi fyrir enn betri upplifun, hvort sem er í skólanum eða frítímanum. Þetta er frábær tölva í skólann, þegar þú ert á ferðinni eða bara í kósíheitum heima.

Lenovo Yoga línan er fyrir þá allra kröfuhörðustu.

.

Þynnri og kraftmeiri en þig grunar

Lenovo Yoga Slim 7

Lenovo Yoga Slim 7 er öflug vél á frábæru verði. Hún er með 16 GB í vinnsluminni og bjartan glampafrían Dolby Vision HDR skjá og Dolby Atmos hljóðkerfi. Rafhlaðan sem fylgir tölvunni dugar í allt að 17 klst. (fer eftir örgjörva) og þú nærð 50% hleðslu á hálftíma. Fartölvan er fislétt og þunn vegur ekki nema 1,4 kg enda úr áli. Hún kemur í þremur litum og er með baklýst lyklaborð. Ef þú vilt góðan vinnuhest sem skilar sínu á góðu verði þá er Lenovo Yoga Slim 7 eitthvað fyrir þig.

 .

Góð fartölva með stórum snertiskjár sem hægt er að snúa í 360°

Lenovo IdeaPad Flex 5

Lenovo IdeaPad Flex 5 er flott tölva á hagstæðu verði. Flex 5 er með snertiskjá sem hægt er að snúa í 360 gráður, hún fæst bæði með 14“ og 15,6“ skjá. Hægt er að kaupa penna til að nota með tölvunni. Hún er með Dolby Atmos hljóðkerfi og baklýstu lyklaborði. Rafhlaðan endist í allt að 12 klst. Lenovo IdeaPad Flex hentar vel fyrir þig ef þú vilt skemmtilega tölvu sem skilar vel sínu og rúmlega það og er þar að auki á hagstæðu verði. 

.

.

Noise cancelling heyrnartól sem gefa þér frið og fjör

Bose NC 700 og Sony WH-1000 heyrnartól

Gæðatölva og heyrnartól er skólatvennan sem klikkar ekki. Góð heyrnartól hjálpa þér að ná markmiðum þínum:

  • Heyrnartól með kröftugu noise cancelling tækni sem útilokar hávaðann í kringum þig og gerir þér kleift að ná fullkominni einbeitingu í skólanum og heima við.
  • Gæða hljóðnemar fyrir enn betri upplifun í hópavinnu og kennslustundir í gegnum fjarfundabúnað. Það skiptir máli að geta tjáð sig án vandræða!
  • Geggjuð hljómgæði til að hlusta á uppáhaldstónlistina í bestu mögulegum gæðum. 

Bose NC 700 og Sony WH-1000 eru samkvæmt gagnrýnendum meðal bestu heyrnartóla á markaðinum í dag. Þetta er í raun ekki spurning um hvor eru betri, heldur hvor þér finnst flottari.

.

.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000