BloggTölvuþrjótar beina spjótum sínum að skýjalausnum fyrirtækja
11/9/2020

„Heimurinn færist meira í áttina að skýjalausnum og tölvuþrjótar beina augum sínum þangað. Þeir ræna ekki lengur hefðbunda banka. Þess vegna skiptir máli að hafa öflugar öryggislausnir,“ segir David Rowan, stofnandi tækniritsins Wired UK, sem hélt vefvarp hjá Origo.

Hann segir að netöryggi dugi þó oft ekki til því mannfólkið er oft veikasti hlekkurinn þegar kemur að öryggismálum. „Ég mundi segja að fyrirtæki ættu að setja öryggi í fyrsta tæki en þau þurfa líka að horfa á hvernig ný tækni getur skapað viðskiptatækifæri.“

David Rowan er afar upptekinn við að rannsaka fyrirtæki og athafnafólk sem breytir heiminum. Hann hefur varið tíma með stofnendum WhatsApp, LinkedIn, Google, Spotify, Xiaomi, Nest, Twitter og óteljandi annarra byltingarkenndra sprotafyrirtækja, allt frá Tel Aviv til Shenzhen. Hann hélt erindi hjá Origo um hvernig fyrirtæki og fólk getur verið skrefi á undan tækniþróuninni.

David Rowan segir ennfremur að fyrirtæki geti búið sig undir framtíðina eða mögulega óvissu með gervigreind að vopni. „Gervigreind mun hafa áhrif á allan rekstur fyrirtækja. Því skiptir máli að nýta gögnin til að taka ákvarðanir í rauntíma. Þeir sem munu skara fram úr eru þeir se geta nýtt sér gögnin betur.“

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000