BloggVörn gegn DDoS árásum
14/9/2020

DDOS árásir (Distributed Denial of Service) álagsárásir valda fyrirtækjum sífelldum vandræðum. Þau geta hins vegar nýtt sér svokallaða "Scrubbing" lausn sem skilur að óæskilega umferð frá eðlilegri netumferð og heldur samskiptaleiðum opnum. 

Álagsárásir af þessum toga eru margvíslegar. Eitt dæmi um slíka árás er þar sem mikill fjöldi tölva eru notaðar til að reyna að opna vefsíðu þolandans á sama tíma. Árásaraðilinn hefur þá áður náð stjórn á tölvunum með því að sýkja þær með óværu og notar þær síðan til árása. 

Undanfarin ár hefur mátt merkja verulega aukningu í útsendingu á hótunarbréfum þar sem árásum af þessu tagi er hótað nema þá að þolandinn inni af hendi greiðslu til árásaraðilans. Þekkt er að flest þessara tilfella fela í sér blekkingar, þ.e. raunveruleg árás er ekki framkvæmd heldur eru bréfin send á stóran hóp móttakenda og vonast er til þess að einhverjir þeirra greiði uppsett verð. 

Mögulegt er að verja sig gegn árásum af þessu tagi þar sem hægt er að loka fyrir umferð og koma þannig í veg fyrir tjón.

Meginkosturinn og jafnframt gallinn við þessa aðferð er að vefsíður verða þá óaðgengilegar að hluta eða öllu leyti. Ef fyrirtæki vilja leyfa umferð um vefsíðuna sína á meðan á DDoS árás stendur er mögulegt að kaupa svokallaða „Scrubbing“ þjónustu sem síar réttmæt samskipti frá DDoS umferð og heldur þannig samskiptaleiðum opnum. DDoS varnir eins og „scrubbing“ þjónusta er ávalt sértæk og ekki hluti af staðlaðri netþjónustu.

Origo býður varnir af þessu tagi þar sem tilteknu IP tölu neti er beint í gegnum þvottastöð (e. Scrubbing Center) þar sem óæskileg umferð er aðskilin frá eðlilegri netumferð. Þannig helst þjónustan uppi og þjónustukaupi verður ekki var við árásina.  Hægt er að velja þvottaþjónustu á eina eða fleiri IP-tölur.

Hver og einn verður að vega og meta áhættu á árásum og bera saman við áhrifin sem alvarleg árás gæti haft á þeirra starfsemi.

Hefur þú verkefni í huga?

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000