20/05/2021 • Birta Aradóttir

5 kostir snjallheimilisins

Tengdum tækjum á heimilum hefur fjölgað umtalsvert og nú getur heimilisfólk fjarstýrt tækjum og búnaði heimilisins með snjallsíma, spjaldtölvu eða raddstýringu. Hægt er að fá upplýsingar úr stjórntæki um það hvort ryksugan sé búin að þrífa, glugginn sé opinn, ljósin kveikt eða þvottavélin búin að þvo. Þetta hefur eflaust auðveldað heimilisstörfin fyrir marga en einnig gert heimilið að snjallari og betri stað til að búa á. 

Snjallheimilið hefur marga kosti og er auðvelt í notkun og uppsetningu. Undirstaðan að góðu snjallheimili eru snjallar netlausnir en mikilvægasti þátturinn í því nota snjallar lausnir heimilisins er sterkt netsamband. Til þess að bæta netsambandið heima eru til ýmsar lausnir í boði, eins og nýr og öflugur router eða bæta við aukabúnaði til að tengja við routerinn sem er til nú þegar. 

Hér eru fimm kostir þess að snjallvæða heimilið. 

1. Öryggi 

Snjallöryggiskerfi er ný lausn fyrir heimili og sumarbústað. Þar mætast hefðbundnar öryggislausnir og snjalllausnir sem gera einstaklingum kleift að stjórna heimilinu hvar og hvenær sem er í appi í snjallsímanum.  

Með ýmsum lausnum eins og öryggismyndavélumdyrabjöllum, skynjurum og snjallperum er hægt að græja öruggasta og snjallasta heimilið. Þannig er hægt að fylgjast með hvort það sé óboðinn gestur fyrir utan heimilið, opin hurð eða gluggi, vatnsleki, fylgst með hitastigi, fengið boð frá reykskynjara og stjórnað raftækjum. 

2. Þægindi 

Snjallvæðing heimilisins eru fyrst og fremst aukin þægindi. Það að geta stjórnað öllum rafrænum heimilistækjum í einu stjórntæki eykur þægindastuðulinn heima umtalsvert. Með því að læra að nota eitt app í snjallsímanum eða spjaldtölvunni er hægt að nýta sér ótal aðgerðir fyrir heimilið.  

Hægt er að sérsníða ýmsar lausnir fyrir heimilið eftir eigin hentisemi og stjórna tækjunum hvar sem er. Sömuleiðis er hægt að velja ýmsar snjallvænar útfærslur fyrir heimilið sem er hægt að skala upp og niður í stærð við heimilið. 

3. Sparnaður 

Sparnaður í orku, tíma og peningum. Er það ekki eitthvað sem við viljum öll?  

Snjallt heimili gerir okkur kleift að stjórna orkunotkun heimilisins með því að slökkva á ljósum og hita þegar enginn er heima. Sömuleiðis er hægt að mæla hversu margar mínútur á dag þú horfir á sjónvarpið eða hversu mikið rafmagn þú notar yfir árstímann. Út frá þessum upplýsingum er hægt að greina daglegar venjur heimilisfólks og gera breytingar á lífsstíl þeirra ef þess þarf. Með því að stjórna heimilinu á skilvirkari og ódýrari hátt verður líf snjallheimiliseigenda þægilegra og betra. 

4. Betra eftirlit 

Gleymdirðu að loka glugganum? Setja bílinn í hleðslu? Taka þvottinn úr vélinni? Loka frystinum?  

Með skynjurum getur heimilisfólk nú fylgst með ýmsum mikilvægum atriðum heimilisins og mælt t.d. hita, hreyfingu, birtu, raka og hljóð. Allar þessar upplýsingar birtast síðan í appi þar sem er hægt að fylgjast með hvort kjallarinn leki, ljósin séu slökkt, gæludýrin séu í góðum gír nú eða hvort börnin séu komin heim úr skólanum.  

5. Skemmtilegt

 

Snjallvæðin heimilisins gerir heimilið fyrst og fremst að skemmtilegri og betri stað til að búa á. Fjölbreyttari og flottari lýsing með snjallperum, betri myndgæði í sjónvarpihátalari sem er ekki aðeins með betri hljómburði heldur skilur einnig það sem þú segir og gerir það sem þú biður um, snjallúr með heilsu í huga, sólgleraugu með hátalara. Og svo mætti lengi telja.  

Snjallari lausnir fyrir nútímaheimilið

Þú færð allt sem þú þarft til þess að snjallvæða heimilið þitt í verslun Origo. Við höfum tekið saman úrval af snjöllum og öruggum búnaði fyrir stór og smá heimili.

https://images.prismic.io/new-origo/35f94eeb-cb16-4598-86cb-fd7a70f56b35_MicrosoftTeams-image+%281%29.png?auto=compress,format&rect=946,0,3098,3442&w=900&h=1000

Höfundur blogs

Birta Aradóttir

Markaðssérfræðingur

Deila bloggi