Lausnir
Lausnir
Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
Nú fer að styttast í það að skólinn hefjist aftur og því mikilvægt að vera með réttu græjurnar þegar skólaátökin hefjast og verkefnavinnan komin á fullt. Þetta er gríðarlega spennandi en að sama skapi krefjandi tími og því er nauðsynlegt að vera með réttu fartölvuna þér við hlið til þess að aðstoða þig í gegnum námið.
Við höfum tekið saman 5 virkilega flottar fartölvur frá Lenovo sem eru frábærar fyrir skólann.
Lenovo fartölvurnar hafa verið þekktar fyrir að vera endingargóðar, vandaðar og áreiðanlegar. Fartölvurnar frá Lenovo eru umhverfisvænar og uppfylla helstu staðla og vottanir um takmarkanir á skaðlegum efnum.
Yoga 7 er einstaklega falleg og létt fartölva úr áli, þessi vél er fyrir þá sem eru að leita að öflugri og stílhreinni vél með góðri rafhlöðuendingu. Hún er 2-in-1 sem þýðir að hægt sé að breyta henni í spjaldtölvu á augabragði. Tilvalin fyrir einstaklinga sem eru að fara í skapandi nám eða bara sjónvarpsgláp upp í rúmi eftir heimavinnuna.
Þessi fartölva er afskaplega þunn og létt sem kemur með björtum og flottum skjá með mikla litadýpt. Hún kemur í mismunandi útfærslum og hentar því fyrir alla sem vilja fartölvu sem auðvelt er að ferðast með og koma ofan í tösku.
Flex 5 er öflug og vel hönnuð vél á afar hagstæðu verði. Með 2-in-1 eiginleikanum þá getur þú breytt henni í spjaldtölvu á augabragði sem gerir hana öðruvísi en aðrar fartölvur. Nýtist vel í skólanum eða bara heima upp í sófa.
Ef þú ert að leita að tölvu á góðu verði sem er kraftmikil og vel hönnuð, þá er þetta tölvan fyrir þig. Kemur í tveimur stærðum og er passlega stór fyrir skólatöskuna ásamt því að vera með góðri rafhlöðuendingu.
Ef þig vantar virkilega kraftmikla og glæsilega vél sem getur sinnt heimanáminu og ræður einnig við alla helstu andstæðingana í leiknum, þá er Legion 5 fyrir þig!