17/05/2022 • Óskar Páll Elfarsson

Bestu eiginleikar Bose Soundbar 900

Óskar Páll Elfarsson, vörustjóri Bose, fer yfir helstu ástæðurnar fyrir því af hverju þú ættir að fjárfesta í nýjustu hljóðstönginni frá Bose.

Þær eru mjög ólíkar stundirnar sem ég á fyrir framan sjónvarpið. Hvort sem það er að horfa á nýjustu Disney myndina með krökkunum, frábæra bíómynd með makanum eða horfa á íslensku stelpurnar slá í gegn á EM í fótbolta. Þó upplifunin sé mismunandi, þá vil ég alltaf að hún sé góð. Mér finnst áhugavert að þegar kemur að sjónvarpsupplifun þá skipta hljómgæði jafn miklu máli og myndgæðin. Það er því nauðsynlegt að huga vel að því að fá sem bestu hljómgæðin þannig að upplifunin verði enn betri.

Bose Soundbar 900 hljóðstöngin er flottasta og öflugasta lausnin frá Bose í dag með framúrskarandi hljómgæðum og frábærum eiginleikum.

  • Dolby Atmos – Netflix, Disney og aðrar streymisveitur eru farnar að birta efni í þessum staðli sem telur átta hljóðrásir. Þetta þýðir að hljóðinu er ekki eingöngu varpað á veggina í kringum þig heldur líka í loftið og á bak við þig. Bose Soundbar 900 breytir síðan öllu venjulegu hljóði í Dolby Atmos á einstaklega vandaðan hátt.

  • Fjölsvæða kerfi – Bose Soundbar 900 tengist öðrum Bose hátölurum heimilisins í gegnum Wi-Fi eða Bluetooth. Þetta þýðir að það er hægt að spila sama hljóðið víðsvegar um allt hús þráðlaust.

  • Spotify / Airplay – Bose Soundbar 900 er ekki bara frábær fyrir bíómyndirnar, heldur hljómar tónlist líka ótrúlega vel. Hljóðstöngin er með innbyggðar tengingar við bæði Spotify og Airplay þannig að þú getur kveikt á tónlist sem heldur áfram að spila þó svo að síminn þinn hringi eða þú röltir út í garð að snúa steikinni á grillinu.

  • Sveigjanleiki – Heimili eru ekki öll eins og þarfir okkar þar af leiðandi ekki allar eins. Þess vegna hefur Bose gert okkur mögulegt að klæðskerasníða hljóðlausnina. Hægt er að velja mismunandi liti, tvær stærðir af bassaboxum, tvær tegundir bakhátalara og allskonar festingar. Eða bara látið hljóðstöngina duga eina og sér.

  • Hljómgæði – Eiginleikar og aukahlutir skipta litlu máli ef grunn hljómgæðin eru ekki góð. Þarna standa Bose flestum öðrum framar enda þekktir fyrir afburða gæði og frábæran hljóm. Kerfið stillir sig sjálfkrafa að þínu rými til að skila hámarks afköstum.

https://images.prismic.io/new-origo/1e1e65c3-0024-4609-9da0-039c1389ad04_1637767802166.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Óskar Páll Elfarsson

Vörustjóri Bose

Deila bloggi