27/09/2022 • Halldór Jón Garðarsson
Annað sjónarhorn af eldgosinu í Merardölum
Canon kynnti RF 5.2mm F2.8L Dual Fisheye linsuna fyrir tæpu ári síðan og nú er auðveldara en nokkru sinni fyrr að búa til hágæða og yfirgripsmikið þrívítt 180° VR efni.
Langar þig í raunverulega gönguferð um íshella? Viltu horfa á tónleika og líða eins og þú sért á staðnum? Eða upplifa eldgos með allt öðrum hætti áður en? Sýndarveruleiki getur veitt þessa yfirgripsmiklu þrívíddarupplifun.

Við hjá Origo, umboðsaðila Canon á Íslandi, ásamt ljósmyndaranum og kvikmyndatökumanninum Bernhard Kristni og Dronefly.is ákváðum að fara í skemmtilegt verkefni við eldgosið í Merardölum í ágúst síðastliðnum.
Sjáðu myndbandið:
Við settum Canon EOS R5 C og Canon RF 5.2mm F2.8L DUAL FISHEYE linsu á dróna frá Dronefly.is þar sem markmiðið var að ná öðru sjónarhorni af eldgosinu.
Núna er hægt að fletta eða skrolla upp og niður eða til hliðar á símanum eða með músinni á tölvunni (sem er jafnvel enn skemmtilegra!) og þannig upplifa eldgosið með allt öðrum hætti heldur en áður í gegnum hefðbundnar linsur.

Höfundur bloggs
Halldór Jón Garðarsson
Deila bloggi