Lausnir
Lausnir
Um Origo
Aðstoð
Aðstoð
Leit
SES Imagotag er leiðandi vörumerki á heimsvísu í stafrænum verðmiðamerkingum. Alls hafa 16 verslanir ÁTVR innleitt SES Imagotag rafræna hillumiða um allt höfuðborgarsvæðið, á Selfossi og á Akureyri.
Rafrænir hillumiðar eru notaðir til að verðmerkja og veita frekari upplýsingar um vörur í verslunum. Hægt er að uppfæra allar verðbreytingar og upplýsingar sjálfkrafa á verðmiðunum í gegnum fjárhagskerfi verslunarinnar. Því sparast hér mikill tími við verðlagningu.
Stór kostur við rafrænu hillumiðana er sparnaður við útprentun á pappír og að þurfa ekki sífellt að prenta nýja hillumiða. Einnig uppfærir fjárhagskerfið ekki rafrænu hillumiðana nema þörf sé á og þannig eykst líftími miðanna til muna. SES Imagotag áætlar að á síðasta ári hafi viðskiptavinir sínir náð að spara 8.700 tonn af pappír eða um 150.000 tré með því að notast frekar við rafræna hillumiða en útprentaða miða.
Notast er við öfluga Wi-Fi senda með rafrænu hillumiðunum frá SES Imagotag. Einungis þarf einn Wi-Fi sendi í mjög stór rými í stað 10-15 infrarauðra senda eins og tíðkast hefur í verslunum hérlendis.
Að sögn Jónu Grétarsdóttur, markaðsstjóra ÁTVR, uppfylltu SES Imagotag rafrænu hillumiðarnir allar þær kröfur sem Vínbúðin hafði. Hröð og mikil uppbygging í þróun hillumiðakerfa SES Imagotag hafði áhrif á valið.
segir Jóna Grétarsdóttir, markaðsstjóri ÁTVR.
Handtölvulausn fylgir með hillumiðunum frá SES Imagotag sem að sögn Jónu virkar vel og er einföld í notkun. Mikill kostur er að hafa stöðuga uppfærslu á hillumiðunum og að þeir innihaldi alltaf réttar upplýsingar.
Rafrænu hillumiðarnir veita ekki eingöngu upplýsingar um verðið á vörunni, heldur er einnig hægt að sjá á miðunum ef vara klárast í verslun. Þannig sjá viðskiptavinir strax ef vara er tímabundið ekki til og sömuleiðis auðveldar það starfsfólki að sjá hvar þarf að bæta á hillurnar. Rafrænu hillumiðarnir eru allir með QR kóða sem gerir viðskiptavinum kleift að fá ítarlegri upplýsingar um vöruna og lager stöðu í öðrum Vínbúðum.
Verkefnið hefur gengið vel en verslanir ÁTVR sem hafa tekið inn rafrænu hillumiðana eru allar mjög ánægðar með þessa lausn og tímasparnaðinn við að þurfa ekki að prenta út nýja hillumiða um hver mánaðarmót.
segir Jóna og bætir við: „Einnig sparast tími við áfyllingar þar sem miðinn er stilltur á „áfyllingar-ham“ í upphafi dags og þannig getur okkar starfsfólk séð með auðveldum hætti hver lagerstaðan á vörunum er. Þar sparast mikill tími í hlaup.“