14/06/2022 • Eyjólfur Jóhannsson

Bestu heyrnartólin frá Sony eru komin

Við kynnum til leiks WH-1000XM5 heyrnartólin frá Sony. Heyrnartól sem hafa nú þegar slegið í gegn og fá fullt hús stiga hjá What HI-FI. Þetta eru heyrnartólin þegar aðeins það besta dugar!

Eyjólfur Jóhannsson vörustjóri Sony

Eyjólfur Jóhannsson vörustjóri Sony segir okkur frá nýjustu heyrnartólunum frá Sony en framúrskarandi gæði eru orðin enn meiri með WH-1000xM5 og má sjá umfjöllun What HI-FI hér. Þráðlausu heyrnartólin endurskrifa reglurnar um truflunarlausa hlustun. 2 örgjörvar stjórna 8 hljóðnemum fyrir áður óþekkta hávaðaminnkun og einstök símtalagæði. Heyrnartólin koma í tveimur litum; svörtu og silfur og er hægt að finna í verslun Origo.

WH-1000XM5 heyrnartólin frá SonyWH-1000XM5 heyrnartólin frá Sony

7 ástæður þess að fá sér SONY WH-1000XM5

1.     Yfirburða hljóðeinangrun (noise cancel)

Heyrnartólin eru með bestu hljóðeinangrunartækni Sony hingað til. Hvort sem það er hávaði í flugvél eða erilsamt opið vinnurými þá sjá átta hljóðnemar og fullkomin einangrun til þess að hljóðdempun í þessum heyrnartólum er yfirburðar.

2.     Framúrskarandi símtalagæði

Nákvæm raddupptökutækni Sony nær að einangra rödd þína með mikilli nákvæmni og útiloka umhverfishljóð sem gerir það að verkum að manneskjan sem er á hinum enda línunnar heyrir vel í þér þó þú sért í hávaðasömu umhverfi.

3.     Ofurþægileg og létt hönnun

Hönnun WH-1000X seríunnar er orðin klassísk hjá Sony unnendum og hönnun WH-1000XM5 gefur fyrirrennurum sínum ekkert eftir. Hönnunin er létt og algjört augnakonfekt án þess að koma niður á þægindum. Ný hönnun af mjúku gervileðri liggur vel á höfðinu og tekur þrýstinginn af eyrunum svo þú getur haldið áfram að hlusta allan daginn, án óþæginda.

4.     Frábær rafhlöðuending

Heyrnartólin eru með allt að 30 klst rafhlöðuendingu sem þýðir að þau henta fullkomlega í lengri ferðalög. Engar áhyggjur ef þú hefur ekki tíma til að hlaða heyrnartólin því þriggja mínútna hleðsla gefur þér hleðslu sem endist allt að þremur klst.

5.     Mögnuð hljómgæði   

1000XM5 heyrnartólin setur ný viðmið fyrir hljómgæði. Efnisval Sony og samsetning heyrnartólanna sér til þess að þú getur notið uppáhalds tónlistarinnar þinnar á þann hátt sem listamaðurinn ætlaðist til.

6.     Umhverfisvænni hönnun

Sony er annt um umhverfið og vill bæta vöruframleiðslu sína sem þau sýna í verki með þessum heyrnartólum. Sony notar m.a. endurunnið plastefni úr bílahlutum í framleiðslu á 1000XM5 og umbúðirnar eru alveg plastlausar. Taskan sem geymir heyrnartólin er framleidd úr endurunnum og sjálfbærum efnum sem eru þróuð sérstaklega fyrir Sony.

7.     Dagleg þægindi eins og „Speak-to-Chat“ eiginleiki

Þegar þú byrjar samtal kemur inn Speak-to-Chat eiginleiki sem sjálfkrafa stöðvar tónlistina og hleypir að umhverfishljóði. Þessi einstaki eiginleiki notar innbyggðan hljóðnema og talnema til að bregðast við röddinni þinni. Þegar að samtalinu er lokið byrjar tónlistin aftur sjálfkrafa.

Með öllum þessum eiginleikum og meiru til er það deginum ljósara að Sony hafa enn einu sinni brotið blað í framleiðslu á heyrnartólum og staðist allar væntingar með 1000XM5. Þetta eru heyrnartól sem henta öllum hvort sem það er í þínu persónulega umhverfi eða á vinnustaðnum.

Eyjólfur Jóhannsson

vörustjóri Sony

Heyrnartólin eru með bestu hljóðeinangrunartækni Sony hingað tilHeyrnartólin eru með bestu hljóðeinangrunartækni Sony hingað til

https://images.prismic.io/new-origo/31f3dff3-a449-44ea-8416-2e6ce2711563_EYJO.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Eyjólfur Jóhannsson

Vörustjóri Sony

Deila bloggi