14/11/2023 • Ágúst Þór Gylfason

Bose bikarinn haldinn í 12. skiptið

Búið er að opinbera leikjaplanið í Bose bikarnum 2023 en flautað verður til leiks með stórleik þann 18. nóvember.

BOSE bikarinn sem kennir sig við þennan þekkta raftækjaframleiðanda hefur stimplað sig inn sem frábært undirbúningsmót fyrir mörg af stærstu liðunum í Bestu deildinni. Sigurvegari BOSE Bikarsins fær að launum frábæran BOSE hátalara fyrir félagið sitt.

Riðill 1

Víkingur, Valur og FH

Riðill 2

Stjarnan, Breiðablik og KR

Leikirnir

Laugardagurinn 18. nóvember 2023

Breiðablik – Stjarnan | kl. 12.00 (Kópavogsvöllur) | Riðill 2

Föstudagurinn 24. Nóvember 2023

Breiðablik – KR | kl. 19.00 (Kópavogsvöllur) | Riðill 2

Laugardagurinn 25. nóvember 2023

Valur - Víkingur | kl. 12.00 (Origovöllurinn) | Riðill 1

Laugardagurinn 2. desember 2023

Víkingur – FH | kl. 12.00 (Víkingsvöllur) | Riðill 1

Laugardagurinn 9.desember 2023

Stjarnan - KR | kl. 11.00 (Samsungvöllur) | Riðill 2

Laugardagurinn 9.desember 2023

FH – Valur | kl.11.30 (Skessan) | Riðill 1

Leikir um sæti fara fram 8. - 16.desember

Úrslitaleikurinn er settur á Kópavogsvelli á föstudaginn 8. desember klukkan 19:00.

Sigurvegarar í Bose bikarnum síðustu 12 ár:

 • Árið 2022: KR

 • Árið 2021: Breiðablik

 • Árið 2020: Covid ár

 • Árið 2019: Valur

 • Árið 2018: KR

 • Árið 2017: Breiðablik

 • Árið 2016: Fjölnir

 • Árið 2015: Stjarnan

 • Árið 2014: Víkingur Reykjavík

 • Árið 2013: KR

 • Árið 2012: Fylkir

https://images.prismic.io/new-origo/ZkOLpiol0Zci9HxT_A%CC%81gu%CC%81st%C3%9Eo%CC%81rGylfason.png?auto=format,compress?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Ágúst Þór Gylfason

Vörustjóri Hljóð- og myndlausna

Deila bloggi