29/09/2022 • Óskar Páll Elfarsson

Nýjustu heyrnartólin frá Bose slá í gegn

Óskar Páll Elfarsson, vörustjóri Bose, hefur eignast ný uppáhalds heyrnartól þrátt fyrir að þurfa nú að ryksuga oftar en venjulega.

Síðan ég fékk eintak af þessum heyrnartólum hef ég ekki getað lagt þau frá mér. Það er eitthvað svo notalegt við að geta sett umheiminn á mute og hlustað á tónlist eða hljóðbók í ró og friði. Göngutúr við Miklubrautina verður allt í einu þolanlegur og einbeitingin í vinnunni mikið betri.

Um daginn var ég að hlusta á áhugavert hlaðvarp á meðan ég ryksugaði íbúðina. Þetta er ákveðin hugleiðslustund, að rölta hvern einasta fermetra heimilisins aflokaður frá áreiti hversdagsleikans. Allir á heimilinu vita að það á ekki að trufla pabba þegar hann ryksugar. Þarna skipa góð heyrnartól lykilhlutverk, því þegar hægt er að skipta út ærandi suði ryksugunnar fyrir notalegan lestur Veru Illuga þá verður verkefnið talsvert bærilegra.

Bose Earbuds II eru 30% minni en fyrri týpa og sitja mum betur í eyrunumBose Earbuds II eru 30% minni en fyrri týpa og sitja mum betur í eyrunum

Ég veit ekki hvað ég var búinn að ryksuga mörg herbergi þennan dag án þess að hafa ryksuguna í sambandi. Ég veit að hún fór í samband, með sínum ærandi hávaða en svo náði ég í heyrnartólin og kveikti á sögustund. Á einhverjum tímapunkti tókst mér að kippa ryksugunni úr sambandi en þar sem ég heyrði engan mun hvort ryksugan var í gangi eða ekki, tók ég ekkert eftir því.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég ryksuga íbúðina tvisvar í röð!

Tapparnir í Bose Earbuds II aðlaga sig að eyrum hvers og einsTapparnir í Bose Earbuds II aðlaga sig að eyrum hvers og eins

Allt um Bose Earbuds II

Bose Earbuds II heyrnartólin sem voru að koma á markað eru skrefi framar en allt annað sem ég hef prófað. Þau eru með bestu „noise cancellation“ tækni sem til (skv. rannsókn löggilts úttektaraðila) er í nokkrum heyrnartólum, stórum sem smáum. Meðal annars aðlaga þau tæknina að eyrum hvers og eins. Þau eru agnarsmá, sitja vel í eyrum og eru einstaklega þægileg. Hljómgæðin bæði þegar maður er að hlusta eða tala í símann eru svo auðvitað í hæsta gæðaflokki eins og búast má við frá Bose.

Heyrnartólin eru með besta noise cancellation í heimiHeyrnartólin eru með besta noise cancellation í heimi

Tæknipunktar

  • Besta noise cancellation í heimi!

  • 30% minni að stærð en eldri týpa

  • 8 hljóðnemar til að gera upplifun símtala sem allra besta

  • 9 mismunandi samsetningar á töppum fyrir mest þægindi

  • Hljóð aðlagast sjálfkrafa að eyrum hvers og eins

  • Þola svita og raka, IPX4 vörn

  • Rafhlöðuending í spilun 6 klst og auka 18 klst hleðsla í töskunni

https://images.prismic.io/new-origo/1e1e65c3-0024-4609-9da0-039c1389ad04_1637767802166.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Óskar Páll Elfarsson

Vörustjóri Bose

Deila bloggi