11/10/2022 • Halldór Jón Garðarsson

Canon einfaldar þér að koma ljósmyndum og videoefni á samfélagsmiðla

Gæði Canon EOS og þægindi snjallsímans er fullkomin samsetning fyrir alla sem eru að taka efni fyrir samfélagsmiðla, þurfa að klippa á ferðinni eða fjarstýra myndavélinni sinni. Það hefur aldrei verið auðveldara að koma sköpunargáfu þinni á netið.

Canon Camera Connect appið er hraðvirkt og auðvelt í notkun. Þegar búið er að tengja snjalltækið þitt og EOS R10 myndavélina saman þá helst tengingin með Bluetooth Low Energy hlekk þannig að hægt er að virkja 2,4GHz Wi-Fi fljótt og óaðfinnanlega þegar flytja þarf myndir. Þetta getur gerst sjálfkrafa þegar þú tekur myndir eða eftir á þegar þú vafrar um minniskort myndavélarinnar í símanum og velur myndir á meðan.

Þegar þú ert búin/n að flytja myndirnar yfir í símann þinn getur þú breytt myndum með uppáhaldsforritunum þínum, t.d. Canon DPP Express fyrir iOS, hlaðið þeim upp á samfélagsmiðla eða sent til vina og fjölskyldu með skilaboðaforriti. Það er frábær kostur þegar þú ert að ferðast og vilt deila ævintýrum þínum með vinum og fjölskyldu eða fylgjendum þínum á samfélagsmiðlum.

Ef þú ert að taka myndir eða vídeó með EOS R10 fyrir samfélagsmiðla skaltu prófa lóðréttan myndbandsstuðning sem tekur upprétt myndefni sem hentar fyrir sögur, ,,reels“ og snjallsímaskjái.

Þitt efni, þitt ský

image.canon gátt Canon gerir þér kleift að hlaða upp myndum og myndskeiðum í skýið – beint úr myndavélinni með því að nota það innbyggt Wi-Fi eða með því að nota tengda snjallsímann þinn – þú þarft enga tölvu. Þaðan er hægt að færa efnið þitt í langtímageymslu (10GB fylgja með) eða í annað ský eins og Adobe Creative Cloud eða Google Drive. Einnig getur þú hlaðið niður þínum skrám sjálfvirkt á tölvuna þína þannig að þegar þú sest við tölvuna er efnið þitt tilbúið til klippingar.

Vloggarar geta notað EOS R10 til að streyma myndböndum í beinni útsendingu beint til fylgjenda sinna á YouTube. Mynd- og hljóðgæði eru frábær til að taka YouTube rásina þína á næsta stig til að fjölga áhorfendum.

Tengdu bara myndavélina við Wi-Fi og þú munt geta streymt beint á YouTube rásinni þinni án tölvu. Hreyfanlegi skjárinn á myndavélinni hentar svo frábærlega þar sem þú getur snúið honum að þér sem er tilvalið fyrir sjálfmyndatöku.

Við hjá Origo erum einnig með fleiri myndavélar frá Canon sem eru með Wi-Fi og Bluetooth og henta vel til að koma efni á samfélagsmiðla, m.a. hina vinsælu Canon EOS M50 Mark II.  

https://images.prismic.io/new-origo/2373fe30-f2b3-4c7f-b2de-af3ba2ce19ab_Halldor_Jon_Gardarsson.jpg?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Halldór Jón Garðarsson

Deila bloggi