25/01/2023 • Guðdís María Tafjord Jóhannsdóttir

Ég þarf strikamerki og hvað svo?

Að ýmsu þarf að huga þegar kemur að vöruframleiðslu. Fjölmörgum spurningum þarf að svara og oft eru svörin ekki auðfinnanleg, sérstaklega fyrir þá aðila sem eru að taka sín fyrstu skref.

Guðdís María Tafjord Jóhannsdóttir, söluráðgjafi

Okkar sérsvið hjá límmiða og kortaprentlausnum Origo í því ferli er prentun á vörumerkingum. En hvar á að byrja?

  • Vantar þig strikamerki á vöruna þína?

  • Þarftu að merkja og póstleggja hana?

  • Hvernig prentara þarftu?

Og þar fram eftir götunum. Hér verður stiklað á stóru og farið yfir helstu atriði þegar kemur að strikamerkingu og póstmerkingu.

Hvað er strikamerki?

Strikamerki eru svo miklu meira en bara línur og tölur. Strikamerki hafa að geyma ótal upplýsingar sem auðkenna vöruna þína og líkist að einhverju leyti kennitölu. Algengasta form strikamerkja á sölueiningu er GTIN-13 (EAN-13) en talan 13 stendur fyrir fjölda númera í strikamerkinu. GTIN (Global Trade Item Number) vísar í landsnúmer, fyrirtækjanúmer og vörunúmer.

GTIN-13 strikamerkiGTIN-13 strikamerki

Þarf ég strikamerki?

Það fer í raun eftir því hvernig þú vilt selja vöruna þína.

  • Þú þarft ekki strikamerki: Ef þú ert til dæmis að selja í gegnum Facebook eða eigin vefsíðu beint frá þér.

  • Þú þarft strikamerki: Ef þú ætlar að selja vöru til endursöluaðila, þar sem hún fer í umferð innan um aðrar vörur, þá þarf hún rafrænt auðkenni til að skilja hana frá öðrum vörum.

Hvar fæ ég strikamerki?

Til að kaupa strikamerki þá hefurðu samband við GS1 á Íslandi. Þar færðu úthlutað strikamerkjum til að merkja þínar vörur og veita þau einnig ráðleggingar varðandi hvers konar strikamerki þú þarft.

GS1 á ÍslandiGS1 á Íslandi

Hvernig set ég svo upp og prenta út mínar upplýsingar?

Ef þú þarft að prenta út merkingar þá þarftu hugbúnað. Við mælum með BarTender frá Seagull Scientific sem er hugbúnaður sem er notaður um allt land sem og allan heim, til að merkja vörur af öllum stærðum og gerðum.

Það er ekki einungis hentugt til að prenta út strikamerki, heldur geturðu prentað út fallegar vörumerkingar og valið úr gífurlegum fjölda valmöguleika í útliti og uppsetningu. BarTender hugbúnaðurinn býður upp á:

  • Sjálfvirka prentferla

  • Tengingar við fjárhags- og vörukerfi

  • Prentun á breytilegum númerum eins og fyrningardagsetningum

Og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að segja að hugbúnaðurinn henti mjög breiðum hópi framleiðanda, allt frá einyrkjum til stórra alþjóðlegra fyrirtækja.

BarTender Cloud hugbúnaðurinn er notaður víðsvegar um heimBarTender Cloud hugbúnaðurinn er notaður víðsvegar um heim

En hvað með póstsendingar?

Bartender getur að sjálfsögðu merkt póstinn þinn líka. Þegar þú sendir póst í gegnum þjónustu Íslandspósts, þá mælum við eindregið með þjónustu þeirra sem kallast póststoð.

Þá ertu ekki eingöngu að merkja sendingu heldur getur skráð hana í leiðinni hjá póstinum. Origo er að sjálfsögðu með prentara og miða sem henta í þessi verkefni.

Hvernig prentara þarf ég?

Þú þarft prentara sem hentar þinni prentun. Þegar Origo selur prentara til vörumerkinga þá byrjum við gjarnan á því að skoða hvað það er sem þú ert að fara að merkja og hvernig límmiða þú ætlar að nota. Stærðin á miðunum og tegund vöru eða merkingar segir okkur oftast allt sem segja þarf.

Zebra-ZD421 prentarinn

Fyrir lítil og miðlungsstór verkefni eins og tengingu við póststoð og prentun á póstmerkingum, þá mælum við með Zebra-ZD421 prentaranum frá Zebra.

Zebra-ZD421 prentarinnZebra-ZD421 prentarinn

Þessi litli en afkastamikli prentari er mjög fjölhæfur thermal prentari sem er fáanlegur með ýmiskonar tengimöguleikum. Hann er hentugur í svo mikið meira en bara póstmerkingar en hann er einn sá vinsælasti til strikamerkjaprentunar og annarra vörumerkinga sem krefjast ekki mjög stórra miða.

PD45S0F prentarinn

Fyrir stærri verkefni eins og merkingar í stórum framleiðslum og þar sem prenta þarf mikinn fjölda daglega, er Origo með iðnaðarprentara eins og PD45S0F frá Honeywell.

PD45S0F prentarinnPD45S0F prentarinn

Afgreiðslulausnir Origo leggja sig fram við að eiga vörur sem henta sem breiðustum hópi viðskiptavina. Hvort sem þú ert frumkvöðull á byrjunarreit eða rótgróið fyrirtæki með áratuga reynslu, þá getum við fundið réttu vöruna fyrir þig!

https://images.prismic.io/new-origo/05bb58e1-4815-4991-a297-4abea6fd6b85_Gu%C3%B0d%C3%ADs+Mar%C3%ADa+Tafjord+J%C3%B3hannsd%C3%B3ttir.jpg?auto=compress,format

Höfundur blogs

Guðdís María Tafjord Jóhannsdóttir

Söluráðgjafi

Deila bloggi